Erlent

Eldsvoði í Noregi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Eldur kviknaði í miðstöð fyrir hælisleitendur í bænum Rjukan í Þelamörk í Noregi í gærkvöldi. Fimmtíu manns voru inni í húsnæðinu en engan sakaði. Greint er frá þessu á vef Verdens Gang.

Eldurinn breiddi hratt úr sér og tók slökkvistarf hátt í tíu klukkustundir. Óttast var að eldurinn næði að teygja sig í nærliggjandi hús og voru íbúar í næstu húsum beðnir um að yfirgefa heimili sín um tíma.

Um er að ræða gamalt timburhús sem nýlega var skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Til stóð að ráðast í framkvæmdir á húsnæðinu, en nú er talið að húsið sé ónýtt. Upptök eldsins eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×