Handbolti

Ísland náði öðru sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðrún Ósk Maríasdóttir varði nítján skot í marki Íslands í dag.
Guðrún Ósk Maríasdóttir varði nítján skot í marki Íslands í dag. Mynd/Anton
Íslenska U-20 landsliðið náði í dag öðru sæti í undankeppni HM kvenna sem fór fram í Kópavogi um helgina.

Í lokaleik keppninnar í dag vann Ísland öruggan sigur á Búlgaríu, 40-21. Fyrr í dag vann Ungverjaland sigur á Serbíu, 29-28, og vann þar með alla leiki sínu í keppninni. Ungverjar keppa því á HM.

Ólöf Ragnarsdóttir varði ellefu skot í fyrri hálfleik, þar af tvö víti, og þeim síðari varði Guðrún Ósk Maríasdóttir nítján skot, þar af eitt víti.

Mörk Íslands: Stella Sigurðardóttir 9, Arna Sif Pálsdóttir 5, Karólína Gunnarsdóttir 4, Sara Sigurðardóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Karen Knútsdóttir 2, Auður Jónsdóttir 1, Rut Jónsdóttir 1 og Hildur Þorgeirsdóttir 1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×