Skoðun

Af hverju má ekki nota nothæfa braut?

Ómar Ragnarsson skrifar
Lög og reglur eiga að þjóna fólki. En alltof oft vill þetta gleymast og boð og bönn eru sett á þann veg að framkvæmdin verður bæði heimskuleg og skaðleg. Þótt búið sé að gera samninga um að reisa megi byggð við brautarenda svonefndrar neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli, sem mun hindra aðflug og fráflug frá henni, hafa þessar hindranir ekki verið komnar í haust og brautin hefur því verið fyllilega nothæf þegar veðurskilyrði hafa gert notkun annarra brauta ómögulega eins og þegar er dæmi um.

Þá bregður svo við að vegna einstrengingslegs bókstafs í samkomulagi ríkis og borgar má ekki nota þessa braut. Ekki þótt líf liggi við og brautin sé eina nothæfa brautin á vellinum. Nei, bókstafurinn blívur, eins augljóslega gallaður og hann er.

Er til of mikils mælst að reynt sé að lyfta þessu á örlítið hærra plan? Að jafnvel þótt ekki sé raskað meginatriðum fyrrnefnds samkomulags séu gerðar breytingar á framkvæmd þess, sem leyfa notkun brautarinnar í samræmi við raunverulegt ástand í aðflugi og fráflugi á hverjum tíma, rétt eins og á við um aðrar flugbrautir og flugvelli?

 




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Sjá meira


×