Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 12:15 Eyþór sést hér með aðra af tveimur heimiliskisunum í Ólafstúni 14. haukur sigurðsson Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14, húsinu sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld. Eyþór kom að björgunaraðgerðum það kvöld og var einn af þeim björgunarsveitarmönnum sem grófu Ölmu Sóleyju Ericsdóttur Wolf, 14 ára, úr flóðinu. Alma var sú eina í fjölskyldunni sem grófst undir flóðinu og slapp með skrámur en í viðtali við fréttastofu í gær sagðist hún lítið hafa hugsað um sig í þessum erfiðu aðstæðum. Hún hafi verið með hugann við mömmu sína og systkini og kisurnar sínar tvær. „Og þar bara sefur þessi litla elska inni í horni“ Eyþór segir að kisurnar hafi væntanlega báðar náð að hlaupa út úr húsinu þegar flóðið féll; það hafi sést til þeirra beggja á hlaupum eftir flóðið. Önnur hafi svo fundist á miðvikudaginn og hin síðan í gær þegar farið var aftur í húsið. „Ég var að fara aftur inn í húsið í fyrsta skipti frá því ég var að leita Ölmu að skoða aðstæður og ná betur utan um það sem gerðist,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Hann hafi farið inn í eitt af barnaherbergjunum í húsinu. „Og þar bara sefur þessi litla elska inni í horni. Hún var ósköp róleg en svolítið skelkuð samt. Þegar maður er að taka hana upp þá nötrar hún öll,“ segir Eyþór. Kisan hafi þannig farið aftur heim eftir að hafa hlaupið undan flóðinu en væntanlega skilið lítið í því hvers vegna enginn var heima og allt á kafi í snjó. Kisurnar fengu fósturfjölskyldu á Flateyri þar til Alma og fjölskylda koma aftur í bæinn en hún var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði eftir flóðið og fór móðir hennar með henni. Eyþór segir þær væntanlegar aftur til Flateyrar í dag. „Og þá er hægt að sameina fjölskylduna alla,“ segir hann glaður í bragði. Verðmætabjörgun gengið vel Hann segir húsið að Ólafstúni 14 gjörónýtt eftir flóðið. Björgunarsveitarmenn hafi í gær verið í verðmætabjörgun. „Það var allt mokað út og tæmt og farið með alla muni sem fundust í frystihúsið. Þar erum við bara búnir að vera að dreifa úr þeim og þurrka þá og reyna að varðveita það sem hægt er að varðveita. Það er fyrst og fremst verið að reyna að varðveita persónulega muni eins og ljósmyndir og dagbækur og annað sem þau hafa haldið úti í fleiri og fleiri ár. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að það glatist og hefur gengið bara nokkuð vel held ég,“ segir Eyþór. Aðspurður hvernig honum og öðru björgunarfólki líði eftir atburði vikunnar segir hann fólk enn að meðtaka það sem gerðist. „Við hittumst í gær á góðum fundi hópurinn hérna á Flateyri sem kom að björgun stelpunnar þar sem þetta var rætt opinskátt og vel. En svo er bara ótrúlega góður andi hérna á Flateyri og mikil gleði í sjálfu sér að hafa fengið þessi tvö risastóru flóð hérna á eyrina en allir sloppið lifandi þannig að það eru allir virkilega þakklátir fyrir það.“ Húsið við Ólafstún 14.vísir/jói k. Mikið áfall að varnargarðarnir hafi klikkað Komið hefur í ljós að bæði flóðin sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld fóru að hluta yfir varnargarðana sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið fór á íbúðarhús eins og áður segir og hitt flóðið gjöreyðilagði smábátahöfnina. Aðspurður hvort bæjarbúar upplifi sig örugga í því ljós kveðst Eyþór ekki geta sagt það. „Þetta er mikið áfall að garðurinn hafi klikkað og okkur finnst við vera svolítið svikin en á sama tíma erum við ótrúlega þakklát að garðurinn hafi bægt þessum risastóru flóðum frá þorpinu. Þeir heldur betur sönnuðu gildi en um leið voru Flateyringar kannski búnir að leggja of mikið traust á garðinn. Ef ég tala bara og fyrir mig þá hef ég oft verið spurður síðustu 25 ár hvernig ég geti búið hérna en maður segir alltaf að það er hvergi öruggara en að vera á Flateyri því við erum með þessa stóru garða. Maður þarf kannski eitthvað að éta það ofan í sig,“ segir Eyþór en bætir við að hann sé kannski byrjaður að hugsa í þessa hluti alla. „Það þarf maður að gera eftir einhverjar vikur og mánuði þannig að maður vill kannski spara stóru orðin eins og er en það er auðvitað mikið áfall að allur atvinnuvegurinn þurrkast út og snjóflóð hafi fallið á hús á Flateyri.“ Dýr Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14, húsinu sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld. Eyþór kom að björgunaraðgerðum það kvöld og var einn af þeim björgunarsveitarmönnum sem grófu Ölmu Sóleyju Ericsdóttur Wolf, 14 ára, úr flóðinu. Alma var sú eina í fjölskyldunni sem grófst undir flóðinu og slapp með skrámur en í viðtali við fréttastofu í gær sagðist hún lítið hafa hugsað um sig í þessum erfiðu aðstæðum. Hún hafi verið með hugann við mömmu sína og systkini og kisurnar sínar tvær. „Og þar bara sefur þessi litla elska inni í horni“ Eyþór segir að kisurnar hafi væntanlega báðar náð að hlaupa út úr húsinu þegar flóðið féll; það hafi sést til þeirra beggja á hlaupum eftir flóðið. Önnur hafi svo fundist á miðvikudaginn og hin síðan í gær þegar farið var aftur í húsið. „Ég var að fara aftur inn í húsið í fyrsta skipti frá því ég var að leita Ölmu að skoða aðstæður og ná betur utan um það sem gerðist,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Hann hafi farið inn í eitt af barnaherbergjunum í húsinu. „Og þar bara sefur þessi litla elska inni í horni. Hún var ósköp róleg en svolítið skelkuð samt. Þegar maður er að taka hana upp þá nötrar hún öll,“ segir Eyþór. Kisan hafi þannig farið aftur heim eftir að hafa hlaupið undan flóðinu en væntanlega skilið lítið í því hvers vegna enginn var heima og allt á kafi í snjó. Kisurnar fengu fósturfjölskyldu á Flateyri þar til Alma og fjölskylda koma aftur í bæinn en hún var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði eftir flóðið og fór móðir hennar með henni. Eyþór segir þær væntanlegar aftur til Flateyrar í dag. „Og þá er hægt að sameina fjölskylduna alla,“ segir hann glaður í bragði. Verðmætabjörgun gengið vel Hann segir húsið að Ólafstúni 14 gjörónýtt eftir flóðið. Björgunarsveitarmenn hafi í gær verið í verðmætabjörgun. „Það var allt mokað út og tæmt og farið með alla muni sem fundust í frystihúsið. Þar erum við bara búnir að vera að dreifa úr þeim og þurrka þá og reyna að varðveita það sem hægt er að varðveita. Það er fyrst og fremst verið að reyna að varðveita persónulega muni eins og ljósmyndir og dagbækur og annað sem þau hafa haldið úti í fleiri og fleiri ár. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að það glatist og hefur gengið bara nokkuð vel held ég,“ segir Eyþór. Aðspurður hvernig honum og öðru björgunarfólki líði eftir atburði vikunnar segir hann fólk enn að meðtaka það sem gerðist. „Við hittumst í gær á góðum fundi hópurinn hérna á Flateyri sem kom að björgun stelpunnar þar sem þetta var rætt opinskátt og vel. En svo er bara ótrúlega góður andi hérna á Flateyri og mikil gleði í sjálfu sér að hafa fengið þessi tvö risastóru flóð hérna á eyrina en allir sloppið lifandi þannig að það eru allir virkilega þakklátir fyrir það.“ Húsið við Ólafstún 14.vísir/jói k. Mikið áfall að varnargarðarnir hafi klikkað Komið hefur í ljós að bæði flóðin sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld fóru að hluta yfir varnargarðana sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið fór á íbúðarhús eins og áður segir og hitt flóðið gjöreyðilagði smábátahöfnina. Aðspurður hvort bæjarbúar upplifi sig örugga í því ljós kveðst Eyþór ekki geta sagt það. „Þetta er mikið áfall að garðurinn hafi klikkað og okkur finnst við vera svolítið svikin en á sama tíma erum við ótrúlega þakklát að garðurinn hafi bægt þessum risastóru flóðum frá þorpinu. Þeir heldur betur sönnuðu gildi en um leið voru Flateyringar kannski búnir að leggja of mikið traust á garðinn. Ef ég tala bara og fyrir mig þá hef ég oft verið spurður síðustu 25 ár hvernig ég geti búið hérna en maður segir alltaf að það er hvergi öruggara en að vera á Flateyri því við erum með þessa stóru garða. Maður þarf kannski eitthvað að éta það ofan í sig,“ segir Eyþór en bætir við að hann sé kannski byrjaður að hugsa í þessa hluti alla. „Það þarf maður að gera eftir einhverjar vikur og mánuði þannig að maður vill kannski spara stóru orðin eins og er en það er auðvitað mikið áfall að allur atvinnuvegurinn þurrkast út og snjóflóð hafi fallið á hús á Flateyri.“
Dýr Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51
Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41