Erlent

ISIS birtir myndband af Anis Amri

Atli Ísleifsson skrifar
Anis Amri féll eftir skotbardaga við lögreglu í Mílanó í nótt.
Anis Amri féll eftir skotbardaga við lögreglu í Mílanó í nótt. Mynd/Twitter
Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin.

Vefsíðan SITE Intel Group segir að í myndbandinu segist Amri hafa lýst yfir vilja að hefna þeirra múslima sem hafa fallið í loftárásum.

Amri var skotinn til bana í ítölsku borginni Milanó í nótt en hann er talinn um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag með þeim afleiðingum að tólf manns fórust og tugir særðust.

Faðir Amri segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að sonurinn hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu.

Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás.

Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.

Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín.


Tengdar fréttir

Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás

Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×