Hittist ekki í búningsklefum og fagni mörkum með óhefðbundnum hætti Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 12:45 Mikael Anderson og aðrir leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar þurfa að búa sig undir breyttar aðstæður. VÍSIR/GETTY Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku. Danski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku.
Danski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira