Sport

Dagskráin í dag: Farið í ræktina, FA bikarkeppnin, Ólafur um bróðurmissinn og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, var meðal gesta í Sportið í kvöld í liðinni viku.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, var meðal gesta í Sportið í kvöld í liðinni viku. Vísir/Bára

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Á Stöð 2 Sport í dag verður hægt að sjá þrjá þætti af Sportið í kvöld. Þar er fótbolti í fyrirrúmi en gestir þáttarins í liðinni viku voru Logi Ólafsson, Ólafur Helgi Kristjánsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason. Lokaþáttur Seinni bylgjunnar verður endursýndur og  verða sýndir valdir leikir úr FA bikarkeppninni. 

Þá sýnum við þættina Gym í umsjón Birnu Maríu Másdóttur en þar fær hún öflugt íþróttafólk með sér í ræktina.

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Stöð 2 Sport 2

Það er sterk stemning á Stöð 2 Sport 2 í dag. Heimsleikarnir í Crossfit, Icleandic Fitness and Health Expo frá árinu 2012 og þættir um Mike Tyson. Einnig verður sýnt frá PDC Home Tour en það er keppni bestu pílukastara heims á vegum PDC pílusambandsins. 

Stöð 2 Sport 3

Nóg um fótbolta á Stöð 2 Sport 3 í dag. Skemmtilegir leikir úr FA bikarkeppninni undanfarin a´r sem og leikur Breiðabliks og Vals úr Pepsi Max deild karla fra síðasta sumri. 

Stöð 2 eSport

Útsending frá keppni í sýndarkappakstri milli Norðurlandanna. Fimm fulltrúar frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi taka þátt. Þá er vináttulandsleikur í eFótbolta þar sem Róbert Daði Sigurþórsson, Íslandsmeistari í eFótbolta, og Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, keppa saman. 

Einnig er keppt í Lenovo-deildinni í Counter Strike.

Stöð 2 Golf

Mörg mismunandi mót má finna á Stöð 2 Golf í dag. Útsending frá KPMG keppni kvenna á LPGA mótaröðinni og útsending frá Opna breska meistaramótinu frá 2018 eru meðal þeirra móta sem sjá má í dag.

Alla dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása má finna á vefnum okkar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×