Henderson fær ekki að láta ljós sitt skína á Old Trafford á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 19:00 Dean Henderson hefur farið mikinn í liði Sheffield United á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Enski markvörðurinn Dean Henderson hefur staðið sig með prýði það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hvort leiktíðin verði kláruð eður ei er ljóst að Henderson getur verið sáttur með framgöngu sína. Hann hefur verið frábær í spútnik liði tímabilsins, Sheffield United. Þegar deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins voru nýliðar Sheffield í 7. sæti eftir 28 umferðir með 43 stig. Þá hefur Henderson haldið oftast hreinu í deildinni ásamt Alisson [Liverpool] og Kasper Schmeichel [Leicester City] eða tíu sinnum. Henderson er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann kom til Stálborgarinnar á láni frá stórliði Manchester United. Þar var hann á eftir David De Gea og Sergio Romero í goggunarröðinni. Hann stefndi á að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar á næstu leiktíð en nú hefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gefið það til kynna að Henderson verði lánaður frá Old Trafford enn á ný þegar næsta leiktíð hefst. 9.6 - The highest performing goalkeepers in Europe's top five leagues this season for Goals Prevented, based on Opta's Expected Goals on Target data:9.6 | Vicente Guaita8.7 | Martin Dubravka7.4 | Wojciech Szczesny7.2 | Dean Henderson7.0 | Walter BenítezStoppers. pic.twitter.com/2Wg07Ia20U— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2020 Henderson munþó fá nýjan, og betrum bættan, samning í sumar en hann þarf samt að bíða eftir tækifærinu til að slá De Gea út sem aðalmarkvörð Man Utd. Hvort Englendingurinn fari aftur til Sheffield á eftir að koma í ljós en talið er að þó nokkur lið innan, sem og utan, Englands hafi áhuga á markverðinum unga. Enski fréttamiðillinn Daily Star greindi frá þessu. Þar kemur einnig fram að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi íhugað að skipta Jordan Pickford, aðalmarkverði Everton og landsliðsins, út fyrir Henderson. Evrópumótið í knattspyrnu fer fram næsta sumar og gæti hinn 23 ára gamli Henderson, með góðri frammistöðu á næstu leiktíð, verið orðinn aðalmarkvörður Englands þegar þar að kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Enski markvörðurinn Dean Henderson hefur staðið sig með prýði það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hvort leiktíðin verði kláruð eður ei er ljóst að Henderson getur verið sáttur með framgöngu sína. Hann hefur verið frábær í spútnik liði tímabilsins, Sheffield United. Þegar deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins voru nýliðar Sheffield í 7. sæti eftir 28 umferðir með 43 stig. Þá hefur Henderson haldið oftast hreinu í deildinni ásamt Alisson [Liverpool] og Kasper Schmeichel [Leicester City] eða tíu sinnum. Henderson er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann kom til Stálborgarinnar á láni frá stórliði Manchester United. Þar var hann á eftir David De Gea og Sergio Romero í goggunarröðinni. Hann stefndi á að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar á næstu leiktíð en nú hefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gefið það til kynna að Henderson verði lánaður frá Old Trafford enn á ný þegar næsta leiktíð hefst. 9.6 - The highest performing goalkeepers in Europe's top five leagues this season for Goals Prevented, based on Opta's Expected Goals on Target data:9.6 | Vicente Guaita8.7 | Martin Dubravka7.4 | Wojciech Szczesny7.2 | Dean Henderson7.0 | Walter BenítezStoppers. pic.twitter.com/2Wg07Ia20U— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2020 Henderson munþó fá nýjan, og betrum bættan, samning í sumar en hann þarf samt að bíða eftir tækifærinu til að slá De Gea út sem aðalmarkvörð Man Utd. Hvort Englendingurinn fari aftur til Sheffield á eftir að koma í ljós en talið er að þó nokkur lið innan, sem og utan, Englands hafi áhuga á markverðinum unga. Enski fréttamiðillinn Daily Star greindi frá þessu. Þar kemur einnig fram að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi íhugað að skipta Jordan Pickford, aðalmarkverði Everton og landsliðsins, út fyrir Henderson. Evrópumótið í knattspyrnu fer fram næsta sumar og gæti hinn 23 ára gamli Henderson, með góðri frammistöðu á næstu leiktíð, verið orðinn aðalmarkvörður Englands þegar þar að kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira