Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Sighvatur Arnmundsson og Sveinn Arnarsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. VÍSIR/VILHELM Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gagnrýnir ljósmæður fyrir að hafna hverju tilboðinu á fætur öðru. Stjórnendur Landspítalans hafa lokað meðgöngu- og sængurdeild spítalans og sameinað hana starfi kvenlækningadeildar. Formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Ljósmæður höfnuðu í gær tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni. „Þessu tilboði mínu var hafnað. Deiluaðilar voru sammála um að það þyrfti ekki að boða til fundar á næstunni nema eitthvað nýtt komi fram. Ég er hins vegar í stöðugum samskiptum við báða aðila til að reyna að finna lausn á deilunni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Heilbrigðisráðherra segir stöðuna alvarlega. „Staðan er grafalvarleg og verulegt umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru,“ segir ráðherrann. Svandís segist telja það ótímabært að ræða um lög á verkfallið eins og staðan er í dag. „Slík úrræði hafa ekki komið til tals,“ fullyrðir hún. Landspítalinn vinnur nú að því að skera niður þá þjónustu við verðandi mæður sem hefur ekki áhrif á líf eða heilsu móður og fósturs og styrkja þjónustuna þar sem hún skiptir meira máli. Til að mynda mun svokallaður tólf vikna sónar verðandi foreldra ekki verða í boði frá og með 23. júlí næstkomandi. „Við höfum heyrt af mögulegum verkfallsbrotum. Ef rétt reynist eru þetta gróf verkfallsbrot þar sem ljósmæður hafa hreinlega verið neyddar til að vinna. Þetta er í skoðun hjá okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. „Boltinn er í höndum stjórnvalda og brennur væntanlega þar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að minnsta kosti sex ljósmæður til viðbótar sagt upp störfum á allra síðustu dögum. Katrín Sif segist ekki geta ímyndað sér að margar ljósmæður hafi áhuga á að vinna við þær aðstæður sem þeim séu boðnar þessa dagana. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir umræðu um lög á verkfallsaðgerðir ljósmæðra ekki vera inni í myndinni. „Það er mál sem er á forræði ráðherra heilbrigðismála en er ekki til umræðu,“ segir fjármálaráðherra. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir/VIlhelmGripið til frekari neyðarráðstafana í fæðingarþjónustu Landspítala Stjórnendur Landspítala ákváðu í gær að grípa til frekari neyðarráðstafana vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu. Frá og með deginum í dag verður meðgöngu- og sængurlegudeild lokað og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild. Þá munu fyrstu reglubundnu ómskoðanir þungaðra kvenna falla niður frá og með næsta mánudegi. Um er að ræða fyrstu fósturgreiningu sem fer fram á tólftu viku meðgöngu. Þær ljósmæður sem sinnt hafa þessari þjónustu munu hverfa til annarra starfa í fæðingarþjónustu. Ómskoðun á 20. viku verður áfram sinnt sem og tilfallandi bráðaskoðunum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að þótt tólf vikna ómskoðunin sé valkvæð sé það engu að síður mikilvæg þjónusta sem flestar konur nýti sér. Um 60 slíkar skoðanir séu gerðar í hverri viku. Þá þýði sameining deilda það að einhverjar konur sem nú liggi á kvenlækningadeild flytjist á aðrar deildir. „Ástandið hefur versnað hraðar en búist var við í kjölfar yfirvinnubanns ljósmæðra. Svo er vaxandi þreyta meðal starfsfólks. Þetta getur ekki gengið svona lengi. Það er ljóst að það hafa orðið breytingar á skipulagi þjónustunnar sem ekki er víst að gangi til baka,“ segir Páll. Páll segist vera í góðu sambandi við landlækni og heilbrigðisráðherra og að þeim sé haldið vel upplýstum. „Það segir sig sjálft að þetta er öryggisógn og þegar er orðinn verulegur þjónustubrestur. Álagið í þessu er sveiflukennt og óútreiknanlegt. Það er erfitt að vera komin í svona þrönga stöðu með svona þreytt starfsfólk.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. 19. júlí 2018 15:35 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gagnrýnir ljósmæður fyrir að hafna hverju tilboðinu á fætur öðru. Stjórnendur Landspítalans hafa lokað meðgöngu- og sængurdeild spítalans og sameinað hana starfi kvenlækningadeildar. Formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Ljósmæður höfnuðu í gær tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni. „Þessu tilboði mínu var hafnað. Deiluaðilar voru sammála um að það þyrfti ekki að boða til fundar á næstunni nema eitthvað nýtt komi fram. Ég er hins vegar í stöðugum samskiptum við báða aðila til að reyna að finna lausn á deilunni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Heilbrigðisráðherra segir stöðuna alvarlega. „Staðan er grafalvarleg og verulegt umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru,“ segir ráðherrann. Svandís segist telja það ótímabært að ræða um lög á verkfallið eins og staðan er í dag. „Slík úrræði hafa ekki komið til tals,“ fullyrðir hún. Landspítalinn vinnur nú að því að skera niður þá þjónustu við verðandi mæður sem hefur ekki áhrif á líf eða heilsu móður og fósturs og styrkja þjónustuna þar sem hún skiptir meira máli. Til að mynda mun svokallaður tólf vikna sónar verðandi foreldra ekki verða í boði frá og með 23. júlí næstkomandi. „Við höfum heyrt af mögulegum verkfallsbrotum. Ef rétt reynist eru þetta gróf verkfallsbrot þar sem ljósmæður hafa hreinlega verið neyddar til að vinna. Þetta er í skoðun hjá okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. „Boltinn er í höndum stjórnvalda og brennur væntanlega þar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að minnsta kosti sex ljósmæður til viðbótar sagt upp störfum á allra síðustu dögum. Katrín Sif segist ekki geta ímyndað sér að margar ljósmæður hafi áhuga á að vinna við þær aðstæður sem þeim séu boðnar þessa dagana. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir umræðu um lög á verkfallsaðgerðir ljósmæðra ekki vera inni í myndinni. „Það er mál sem er á forræði ráðherra heilbrigðismála en er ekki til umræðu,“ segir fjármálaráðherra. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir/VIlhelmGripið til frekari neyðarráðstafana í fæðingarþjónustu Landspítala Stjórnendur Landspítala ákváðu í gær að grípa til frekari neyðarráðstafana vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu. Frá og með deginum í dag verður meðgöngu- og sængurlegudeild lokað og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild. Þá munu fyrstu reglubundnu ómskoðanir þungaðra kvenna falla niður frá og með næsta mánudegi. Um er að ræða fyrstu fósturgreiningu sem fer fram á tólftu viku meðgöngu. Þær ljósmæður sem sinnt hafa þessari þjónustu munu hverfa til annarra starfa í fæðingarþjónustu. Ómskoðun á 20. viku verður áfram sinnt sem og tilfallandi bráðaskoðunum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að þótt tólf vikna ómskoðunin sé valkvæð sé það engu að síður mikilvæg þjónusta sem flestar konur nýti sér. Um 60 slíkar skoðanir séu gerðar í hverri viku. Þá þýði sameining deilda það að einhverjar konur sem nú liggi á kvenlækningadeild flytjist á aðrar deildir. „Ástandið hefur versnað hraðar en búist var við í kjölfar yfirvinnubanns ljósmæðra. Svo er vaxandi þreyta meðal starfsfólks. Þetta getur ekki gengið svona lengi. Það er ljóst að það hafa orðið breytingar á skipulagi þjónustunnar sem ekki er víst að gangi til baka,“ segir Páll. Páll segist vera í góðu sambandi við landlækni og heilbrigðisráðherra og að þeim sé haldið vel upplýstum. „Það segir sig sjálft að þetta er öryggisógn og þegar er orðinn verulegur þjónustubrestur. Álagið í þessu er sveiflukennt og óútreiknanlegt. Það er erfitt að vera komin í svona þrönga stöðu með svona þreytt starfsfólk.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. 19. júlí 2018 15:35 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44
Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. 19. júlí 2018 15:35
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00