Handbolti

Dujshebaev iðrast en neitar að hafa slegið Guðmund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Talant Dujshebaev.
Talant Dujshebaev. Vísir/Getty
Talant Dujshebaev segist sjá eftir hegðun sinni eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen fyrir rúmri viku síðan.

Eins og ítrekað hefur verið fjallað um gekk mikið á eftir leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Póllandi. Dujshebaev gekk upp að Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Löwen, og virtist slá hann fyrir neðan beltissstað.

Hann fór svo mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn og ásakaði Guðmund um ósæmilega hegðun.

Handknattleikssamband Evrópu sektaði Dujshebaev um jafnvirði 775 þúsund króna fyrir framkomu hans á blaðamannafundinum en tók ekki afstöðu til árásarinnar þar sem myndbandsupptökur þóttu ekki fullnægjandi sönnunargögn.

Liðin eigast við í síðari viðureign sinni í Þýskalandi í kvöld og var Dujshebaev í viðtali í þýska blaðinu Sport Bild Plus.

„Ég missti stjórn á skapinu eftir leikinn gegn Löwen. Ég hefði ekki átt að leyfa því að gerast og það er pirrandi,“ var haft eftir Dujshebaev.

En hann þvertekur fyrir að hafa slegið Guðmund. „Sá hinn sami lýgur sem heldur því fram.“


Tengdar fréttir

Forseti Kielce: Við munum verja okkur

Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina.

Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann

Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×