Handbolti

Sá besti bilaðist og fékk rautt | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mikkel Hansen fékk rautt en fer ekki í bann.
Mikkel Hansen fékk rautt en fer ekki í bann. vísir/getty
Mikkel Hansen, stórskytta danska landsliðsins í handbolta, missti stjórn á skapi sínu og fékk rautt spjald fyrir að slá til tveggja leikmanna Barein í leik liðanna á HM 2017 í dag.

Danska liðið vann leikinn með fjórum mörkum, 30-26, en eftir tæpar tíu mínútur í seinni hálfleik fékk Hansen, sem er ríkjandi besti leikmaður heims, rautt spjald.

Hann ætlaði að keyra inn í teiginn á milli tveggja varnarmanna Barein sem tóku hann ansi föstum tökum. Danska stórstjarnan reiddist við fangbrögð Barein-manna og sló til þeirra beggja.

Hansen fékk þó ekki blátt spjald þannig hann fer ekki í leikbann og verður með í lokaumferðinni á móti Katar sem gæti orðið úrslitaleikur um efsta sætið.

Atvikið má sjá hér á vef danska ríkisjónvarpsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×