Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 06:00 Tveir góðir. Maradona og Messi. Vísir/Getty Argentína er komin í úrslit á HM í fyrsta skipti í 24 ár. Úrslitaleikurinn á morgun er endurtekning á úrslitaleiknum fyrir 24 árum er Argentína spilaði gegn Þýskalandi. Reyndar hét það Vestur-Þýskaland á þeim tíma. Besti knattspyrnumaður heims síðustu ár, Lionel Messi, er nú aðeins einum leik frá því að feta í fótspor mannsins sem flestir telja vera þann besta frá upphafi – Diego Armando Maradona. Fjölmargir eru á því að hann hafi sigrað á HM 1986 nánast upp á eigin spýtur en hann varð svo að lúta í gras fyrir Þjóðverjum í úrslitaleiknum fjórum árum síðar. Á HM í Mexíkó árið 1986 kom Maradona að 10 af 15 mörkum liðsins og skapaði langflest færi allra á mótinu. Hann átti einnig flesta spretti allra þó svo hann væri með yfirfrakka á sér í öllum leikjum. Messi þekkir það einnig vel að fá frakka á sig en þrátt fyrir það hefur hann átt beinan þátt í rúmlega 62 prósentum marka Argentínu á mótinu. Hann hefur þó ekki verið sparkaður jafn grimmilega niður og Maradona á sínum HM þó vissulega sé fast tekið á honum.Diego Maradona.Messi hefur ekki verið eins afgerandi í sínum leik á HM í Brasilíu og Maradona var árið 1986, en hann er engu að síður kominn í úrslitaleikinn og er maðurinn á bak við velgengni liðsins. Hann skoraði úr fyrstu vítaspyrnu Argentínumanna í undanúrslitaleiknum gegn Hollandi og lék vel í riðlakeppninni. Hann er búinn að skora fjögur mörk í keppninni og leggja upp eitt mark. Messi hefur þó ekki náð að skora í útsláttarkeppninni. Ólíkt því sem var upp á teningnum fyrir fjórum árum þá hefur Messi notið þess meir núna að spila uppi félaga sína í stað þess að reyna að gera allt sjálfur. Samstarf hans við Angel di Maria var mjög farsælt og það leyndi sér ekki að Messi saknaði hans í undanúrslitaleiknum. Allan sinn feril hefur Messi mátt þola endalausan samanburð við Maradona. Skiljanlega, enda báðir snillingar frá sama landinu og í svipuðum stærðarflokki. Messi er þremur sentimetrum hærri en Maradona sem er 166 sentimetrar að hæð. Þrátt fyrir ótrúleg afrek í Evrópu þá stendur hann enn í skugga Diego.Lionel Messi.Fengið gagnrýni í Argentínu Messi hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera meiri Katalóni en Argentínumaður. Hann hefur mátt heyra gagnrýni um að hann leggi sig ekki allan fram fyrir landsliðið. Snillingurinn smávaxni hefur viðurkennt að sú umræða hafi oft sært hann. Hann hefur því mætt mótlæti í föðurlandinu. Til þess að komast á sama stall og Maradona trónir á segja margir að hann verði að sigra á HM með Argentínu. Það sé það eina sem dugi til. Aðrir segja á móti að ótrúleg afrek hans með Barcelona tali sínu máli. Vissulega talsvert til í því en það jafnast samt ekkert á við það afrek að sigra í sjálfri heimsmeistarakeppninni. Tækifæri Messi er núna og ekki víst að hann komist aftur í þessa stöðu á ferlinum. Arfleifð hans er að miklu leyti undir í þessum leik. Takist Messi að leiða Argentínu til sigurs á HM í fyrsta skipti í 28 ár þá er hann klárlega kominn út úr skugga Maradona þó það verði líklega rifist um það til eilífðarnóns hvor þeirra hafi verið betri knattspyrnumaður. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Argentína er komin í úrslit á HM í fyrsta skipti í 24 ár. Úrslitaleikurinn á morgun er endurtekning á úrslitaleiknum fyrir 24 árum er Argentína spilaði gegn Þýskalandi. Reyndar hét það Vestur-Þýskaland á þeim tíma. Besti knattspyrnumaður heims síðustu ár, Lionel Messi, er nú aðeins einum leik frá því að feta í fótspor mannsins sem flestir telja vera þann besta frá upphafi – Diego Armando Maradona. Fjölmargir eru á því að hann hafi sigrað á HM 1986 nánast upp á eigin spýtur en hann varð svo að lúta í gras fyrir Þjóðverjum í úrslitaleiknum fjórum árum síðar. Á HM í Mexíkó árið 1986 kom Maradona að 10 af 15 mörkum liðsins og skapaði langflest færi allra á mótinu. Hann átti einnig flesta spretti allra þó svo hann væri með yfirfrakka á sér í öllum leikjum. Messi þekkir það einnig vel að fá frakka á sig en þrátt fyrir það hefur hann átt beinan þátt í rúmlega 62 prósentum marka Argentínu á mótinu. Hann hefur þó ekki verið sparkaður jafn grimmilega niður og Maradona á sínum HM þó vissulega sé fast tekið á honum.Diego Maradona.Messi hefur ekki verið eins afgerandi í sínum leik á HM í Brasilíu og Maradona var árið 1986, en hann er engu að síður kominn í úrslitaleikinn og er maðurinn á bak við velgengni liðsins. Hann skoraði úr fyrstu vítaspyrnu Argentínumanna í undanúrslitaleiknum gegn Hollandi og lék vel í riðlakeppninni. Hann er búinn að skora fjögur mörk í keppninni og leggja upp eitt mark. Messi hefur þó ekki náð að skora í útsláttarkeppninni. Ólíkt því sem var upp á teningnum fyrir fjórum árum þá hefur Messi notið þess meir núna að spila uppi félaga sína í stað þess að reyna að gera allt sjálfur. Samstarf hans við Angel di Maria var mjög farsælt og það leyndi sér ekki að Messi saknaði hans í undanúrslitaleiknum. Allan sinn feril hefur Messi mátt þola endalausan samanburð við Maradona. Skiljanlega, enda báðir snillingar frá sama landinu og í svipuðum stærðarflokki. Messi er þremur sentimetrum hærri en Maradona sem er 166 sentimetrar að hæð. Þrátt fyrir ótrúleg afrek í Evrópu þá stendur hann enn í skugga Diego.Lionel Messi.Fengið gagnrýni í Argentínu Messi hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera meiri Katalóni en Argentínumaður. Hann hefur mátt heyra gagnrýni um að hann leggi sig ekki allan fram fyrir landsliðið. Snillingurinn smávaxni hefur viðurkennt að sú umræða hafi oft sært hann. Hann hefur því mætt mótlæti í föðurlandinu. Til þess að komast á sama stall og Maradona trónir á segja margir að hann verði að sigra á HM með Argentínu. Það sé það eina sem dugi til. Aðrir segja á móti að ótrúleg afrek hans með Barcelona tali sínu máli. Vissulega talsvert til í því en það jafnast samt ekkert á við það afrek að sigra í sjálfri heimsmeistarakeppninni. Tækifæri Messi er núna og ekki víst að hann komist aftur í þessa stöðu á ferlinum. Arfleifð hans er að miklu leyti undir í þessum leik. Takist Messi að leiða Argentínu til sigurs á HM í fyrsta skipti í 28 ár þá er hann klárlega kominn út úr skugga Maradona þó það verði líklega rifist um það til eilífðarnóns hvor þeirra hafi verið betri knattspyrnumaður.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira