Juncker fagnar Brexit-ræðu May atli ´sielfisson skrifar 18. janúar 2017 13:11 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að tryggja megi að viðræður ESB og breskra stjórnvalda vegna útgöngu Bretlands, muni ganga eins snuðrulaust og kostur er. „Ég fagna því sem forsætisráðherra Bretlands sagði í gær. Þegar bresk stjórnvöld hafa virkjað fimmtugustu greinina [Lissabon-sáttmálans] munu viðræðurnar hefjast og ég mun gera allt til að sjá til þess að reglum verði fylgt og viðræðurnar skili árangri,“ sagði Juncker í ræðu sem hann flutti á Evópuþinginu í Strasbourg fyrr í dag.May hélt í gær ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Sagði hún meðal annars að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði ESB eftir útgöngu þar sem slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May sagði þó að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, fagnaði sömuleiðis ræðu May en lagði áherslu á að viðræðurnar sem framundan væru yrði ekki auðveldar. Malta fer með formennsku í ráðherraráðinu fyrri hluta árs 2017. Búist er við að bresk stjórnvöld muni virkja 50. grein Lissabonsáttmálans fyrir marslok. Brexit Tengdar fréttir Bretar bjartsýnir á samninga við Íslendinga eftir BREXIT "Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis.“ 17. janúar 2017 19:39 May um Brexit: Bretar verði ekki aðilar að innri markaðnum Theresa May sagði að breska þingið muni fá að greiða atkvæði um lokasamning Bretlands og ESB um hvernig sambandinu verði háttað eftir útgöngu. 17. janúar 2017 12:52 May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að tryggja megi að viðræður ESB og breskra stjórnvalda vegna útgöngu Bretlands, muni ganga eins snuðrulaust og kostur er. „Ég fagna því sem forsætisráðherra Bretlands sagði í gær. Þegar bresk stjórnvöld hafa virkjað fimmtugustu greinina [Lissabon-sáttmálans] munu viðræðurnar hefjast og ég mun gera allt til að sjá til þess að reglum verði fylgt og viðræðurnar skili árangri,“ sagði Juncker í ræðu sem hann flutti á Evópuþinginu í Strasbourg fyrr í dag.May hélt í gær ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Sagði hún meðal annars að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði ESB eftir útgöngu þar sem slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May sagði þó að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, fagnaði sömuleiðis ræðu May en lagði áherslu á að viðræðurnar sem framundan væru yrði ekki auðveldar. Malta fer með formennsku í ráðherraráðinu fyrri hluta árs 2017. Búist er við að bresk stjórnvöld muni virkja 50. grein Lissabonsáttmálans fyrir marslok.
Brexit Tengdar fréttir Bretar bjartsýnir á samninga við Íslendinga eftir BREXIT "Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis.“ 17. janúar 2017 19:39 May um Brexit: Bretar verði ekki aðilar að innri markaðnum Theresa May sagði að breska þingið muni fá að greiða atkvæði um lokasamning Bretlands og ESB um hvernig sambandinu verði háttað eftir útgöngu. 17. janúar 2017 12:52 May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Bretar bjartsýnir á samninga við Íslendinga eftir BREXIT "Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis.“ 17. janúar 2017 19:39
May um Brexit: Bretar verði ekki aðilar að innri markaðnum Theresa May sagði að breska þingið muni fá að greiða atkvæði um lokasamning Bretlands og ESB um hvernig sambandinu verði háttað eftir útgöngu. 17. janúar 2017 12:52
May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09