Fótbolti

Cristiano Ronaldo bræddi mörg hjörtu á sviðinu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo yngri og eldri.
Cristiano Ronaldo yngri og eldri. Vísir/AFP
Cristiano Ronaldo fékk í kvöld Gullbolta FIFA annað árið í röð þegar hann var kosinn besti knattspyrnumaður heims af landsliðsþjálfurum, landsliðsfyrirliðum og útvöldum blaðamönnum úr aðildarþjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Cristiano Ronaldo kom vel fyrir á sviðinu að vanda og það er óhætt að segja að Portúgalinn hafi brætt hjörtu marga þegar hann kom með strákinn sinn upp á svið.

Cristiano yngri, kallaður Cristianinho, er að verða fimm ára gamall í sumar og hann fékk að halda á Gullboltanum en samt bara í eina til tvær sekúndur.

Cristiano Ronaldo átti frábær ár með Real Madrid og honum þótti það örugglega ekki leiðinlegt að halda Lionel Messi í öðru sætinu annað árið í röð.

Það er hægt að sjá nokkrar myndir af Cristiano Ronaldo með Gullboltann hér fyrir neðan. Hann fékk þessi verðlaun einnig 2008 og 2013.





Vísir/Getty
Vísir/AFP
Vísir/AP
Vísir/AP
Vísir/Getty
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×