Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Ingvar Haraldsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Danska fyrirtækið Sky Wind Energy lýsti áhuga á að að greiða 12 milljóna norskra króna afborgun sem Fáfnir Offshore átti að greiða til norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard, jafnvirði um 180 milljóna íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Félagið vildi einnig leggja fram hlutafé svo breyta mætti Fáfni Viking í þjónustuskip fyrir vindmyllur. Meðal þeirra sem standa á bak við Sky Wind Energy er danski fjárfestirinn Michael Svendsen, sem áður var útibússtjóri Jyske Bank í Danmörku. Því boði var hins vegar ekki tekið. „Þetta var eitt af nokkrum tilboðum sem okkur bárust en mitt mat var það að ég hefði ekki áhuga á að taka þeim, það voru margar ástæður fyrir því,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis og starfsmaður Íslandssjóða. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í Fáfni í gegnum sjóðina Horn II, sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur og sjóðinn Akur, sem Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, rekur. Eftir hluthafafund á miðvikudag er stefnt að því að hluthafar Fáfnis leggi meira fé í félagið. Þeim mun bjóðast að kaupa skuldabréf af fyrirtækinu í samræmi við eignarhlut þeirra til að fjármagna umrædda greiðslu til Havyard. Skuldabréfið mun bera 20 prósenta vexti og heimilt verður að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihluta hlutafjár í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis, sem var sagt upp störfum sem forstjóra fyrirtækisins um miðjan desember, sagði í Kastljósi á þriðjudag að hann hefði viljað breyta Fáfni Viking úr olíuþjónustuskipi í skip sem þjónusta átti vindmyllur á hafi úti. Fáfnir var orðinn þátttakandi í útboði Siemens þar sem leigja átti Fáfni Viking sem slíkt þjónustuskip við vindmyllur til 15 ára. Jóhannes segir að Steingrímur hafi séð um samskipti Fáfnis við Siemens. Hins vegar hefðu Fáfni borist þær upplýsingar fyrir skemmstu að félagið hefði ekki komist áfram í næstu umferð í útboðinu. Á hluthafafundinum í vikunni var ákveðið að færa Fáfni Viking í sérstakt félag. „Þeir fjármunir sem fóru í það eru í hættu. Við erum að vinna að því með skipasmíðastöðinni Havyard að skoða með hvaða hætti er hægt að breyta því í þjónustuskip við vindmyllur á sjó. Það verður bara að koma í ljós hvaða þátt Fáfnir Offshore muni eiga í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þá segir Jóhannes að komið sé á samkomulag við Sýslumanninn á Svalbarða um viðbótarútleigu skipsins Polarsyssel, sem Fáfnir á þegar, úr leigu í 6 mánuði á ári í 9 mánuði á ári. Verið sé að ganga frá skriflegum samningum þess efnis.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRLífeyrissjóðir ráða engu hjá Fáfni Offshore„Við tókum ekki ákvörðun um kaupin á þessu fyrirtæki, það eru þessir sjóðir og stjórnir þar, sem taka þær ákvarðanir og svo er önnur stjórn yfir Fáfni,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lífeyrissjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í Akri og sá stærsti ásamt lífeyrissjóðnum Gildi í Horni II og á tæplega 20 prósenta hlut í hvoru félagi. Ásta segir Lífeyrissjóð verslunarmanna ekki fá upplýsingar um rekstur þeirra fyrritækja sem sjóðirnir hafi fjárfest í umfram það sem komi fram í uppgjörum og á aðalfundum þeirra. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Danska fyrirtækið Sky Wind Energy lýsti áhuga á að að greiða 12 milljóna norskra króna afborgun sem Fáfnir Offshore átti að greiða til norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard, jafnvirði um 180 milljóna íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Félagið vildi einnig leggja fram hlutafé svo breyta mætti Fáfni Viking í þjónustuskip fyrir vindmyllur. Meðal þeirra sem standa á bak við Sky Wind Energy er danski fjárfestirinn Michael Svendsen, sem áður var útibússtjóri Jyske Bank í Danmörku. Því boði var hins vegar ekki tekið. „Þetta var eitt af nokkrum tilboðum sem okkur bárust en mitt mat var það að ég hefði ekki áhuga á að taka þeim, það voru margar ástæður fyrir því,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis og starfsmaður Íslandssjóða. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í Fáfni í gegnum sjóðina Horn II, sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur og sjóðinn Akur, sem Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, rekur. Eftir hluthafafund á miðvikudag er stefnt að því að hluthafar Fáfnis leggi meira fé í félagið. Þeim mun bjóðast að kaupa skuldabréf af fyrirtækinu í samræmi við eignarhlut þeirra til að fjármagna umrædda greiðslu til Havyard. Skuldabréfið mun bera 20 prósenta vexti og heimilt verður að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihluta hlutafjár í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis, sem var sagt upp störfum sem forstjóra fyrirtækisins um miðjan desember, sagði í Kastljósi á þriðjudag að hann hefði viljað breyta Fáfni Viking úr olíuþjónustuskipi í skip sem þjónusta átti vindmyllur á hafi úti. Fáfnir var orðinn þátttakandi í útboði Siemens þar sem leigja átti Fáfni Viking sem slíkt þjónustuskip við vindmyllur til 15 ára. Jóhannes segir að Steingrímur hafi séð um samskipti Fáfnis við Siemens. Hins vegar hefðu Fáfni borist þær upplýsingar fyrir skemmstu að félagið hefði ekki komist áfram í næstu umferð í útboðinu. Á hluthafafundinum í vikunni var ákveðið að færa Fáfni Viking í sérstakt félag. „Þeir fjármunir sem fóru í það eru í hættu. Við erum að vinna að því með skipasmíðastöðinni Havyard að skoða með hvaða hætti er hægt að breyta því í þjónustuskip við vindmyllur á sjó. Það verður bara að koma í ljós hvaða þátt Fáfnir Offshore muni eiga í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þá segir Jóhannes að komið sé á samkomulag við Sýslumanninn á Svalbarða um viðbótarútleigu skipsins Polarsyssel, sem Fáfnir á þegar, úr leigu í 6 mánuði á ári í 9 mánuði á ári. Verið sé að ganga frá skriflegum samningum þess efnis.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRLífeyrissjóðir ráða engu hjá Fáfni Offshore„Við tókum ekki ákvörðun um kaupin á þessu fyrirtæki, það eru þessir sjóðir og stjórnir þar, sem taka þær ákvarðanir og svo er önnur stjórn yfir Fáfni,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lífeyrissjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í Akri og sá stærsti ásamt lífeyrissjóðnum Gildi í Horni II og á tæplega 20 prósenta hlut í hvoru félagi. Ásta segir Lífeyrissjóð verslunarmanna ekki fá upplýsingar um rekstur þeirra fyrritækja sem sjóðirnir hafi fjárfest í umfram það sem komi fram í uppgjörum og á aðalfundum þeirra.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira