Átak að takast á við lubba landans Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2020 20:00 Það var líf og fjör á hársnyrtistofunni Blondie í dag, fyrsta daginn í nokkrar vikur sem mátti hafa opið. vísir/sigurjón Hársnyrtistofur fengu að opna aftur í dag. Margir hafa beðið eftir klippingu og var því nóg um að vera áöllum hárgreiðslustofum, þar á meðal á Blondie í Mörkinni. „Okkur líður eins og það séu jólin, við erum svo spennt,“ segir Harpa Ómarsdóttir á Blondie. Hún hóf störf klukkan 7:30 í morgun og gerir ráð fyrir að vera til 21 í kvöld. „Það er allt fullbókað næstu tvær vikur og vel það, næst laust eftir Hvítasunnuna. Fólk er að vinna á laugardögum og sunnudögum. Allir sem hringja inn vilja helst fá tíma í gær en skilja alveg stöðuna - en hver og einn er með meiri rót en hinn.“ Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie, segir að minnsta kosti tveggja vikna bið eftir tíma.vísir/sigurjón Harpa segir einnig hvern og einn vera lengur í stólnum enda sé talsvert meiri vinna að ráða við lubbann eftir tólf vikur hjá fólki sem kemur vanalega áþriggja til sex vikna fresti í stólinn. Afþreyingarmöguleikar jukust verulega í dag - söfn borgarinnar opnuðu að nýju og bíóhúsin. Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms sem rekur Laugarásbíó, segir að strax klukkan tíu í morgun hafi verið búið að kaupa miða á sýningar kvöldsins. „Við munum hleypa fimmtíu í stóra salinn en færri í litlu salina. Fólk getur því auðveldlega haldið tveggja metra regluna milli hópa,“ segir Geir. Fjöldi veitingastaða sem var lokað þegar samkomubannið var þrengt fyrir sex vikum voru opnaðir á ný í dag. Í fréttatíma Stöðvar 2 var rætt við eiganda Jómfrúarinnar sem ætlar að hleypa fimmtíu gestum á útisvæðið og fimmtíu gestum á innisvæðið - og segir glasið vera hálffullt enda hlakki til þess að miðborgin lifni við að nýju. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Hársnyrtistofur fengu að opna aftur í dag. Margir hafa beðið eftir klippingu og var því nóg um að vera áöllum hárgreiðslustofum, þar á meðal á Blondie í Mörkinni. „Okkur líður eins og það séu jólin, við erum svo spennt,“ segir Harpa Ómarsdóttir á Blondie. Hún hóf störf klukkan 7:30 í morgun og gerir ráð fyrir að vera til 21 í kvöld. „Það er allt fullbókað næstu tvær vikur og vel það, næst laust eftir Hvítasunnuna. Fólk er að vinna á laugardögum og sunnudögum. Allir sem hringja inn vilja helst fá tíma í gær en skilja alveg stöðuna - en hver og einn er með meiri rót en hinn.“ Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie, segir að minnsta kosti tveggja vikna bið eftir tíma.vísir/sigurjón Harpa segir einnig hvern og einn vera lengur í stólnum enda sé talsvert meiri vinna að ráða við lubbann eftir tólf vikur hjá fólki sem kemur vanalega áþriggja til sex vikna fresti í stólinn. Afþreyingarmöguleikar jukust verulega í dag - söfn borgarinnar opnuðu að nýju og bíóhúsin. Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms sem rekur Laugarásbíó, segir að strax klukkan tíu í morgun hafi verið búið að kaupa miða á sýningar kvöldsins. „Við munum hleypa fimmtíu í stóra salinn en færri í litlu salina. Fólk getur því auðveldlega haldið tveggja metra regluna milli hópa,“ segir Geir. Fjöldi veitingastaða sem var lokað þegar samkomubannið var þrengt fyrir sex vikum voru opnaðir á ný í dag. Í fréttatíma Stöðvar 2 var rætt við eiganda Jómfrúarinnar sem ætlar að hleypa fimmtíu gestum á útisvæðið og fimmtíu gestum á innisvæðið - og segir glasið vera hálffullt enda hlakki til þess að miðborgin lifni við að nýju.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira