Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag.
Mikill vindur er á Englandi og hefur því verið frestað fjölmörgum leikjum. Þar á meðal hefur verið frestað leik City og West Ham en fyrri leik dagsins, leik Sheffield United og Bournemouth, fer fram.
City fær því ekki tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er í fríi þessa helgina en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar.
BREAKING: Manchester City's Premier League fixture against West Ham on Sunday has been postponed due to "extreme weather conditions" associated with Storm Ciara.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 9, 2020
Það er ekki bara í ensku úrvalsdeildinni karla sem er búið að fresta leikjum því einnig er búið að fresta leikjum i FAWSL-deildinni, ensku úrvalsdeildinni kvenna.
Meðal annars hefur verið frestað grannaslags Everton og Liverpool.
Nýjir dagsetningar á leikina munu vera staðfestar á næstu dögum.
| GAME POSTPONED.
— Everton Women (@EvertonWomen) February 9, 2020
Today's @BarclaysFAWSL fixture against Liverpool at Goodison Park has been postponed, due to adverse weather conditions.
Details of the rearranged fixture will be released in the coming days. pic.twitter.com/pSwKIaZOz6