Erlent

Búið að dæla olíunni úr Costa Concordia

Costa Concordia strandaði undan ströndum Toskana á Ítalíu í byrjun árs.
Costa Concordia strandaði undan ströndum Toskana á Ítalíu í byrjun árs. mynd/AFP
Búið er að dæla allri olíu upp úr tönkum skemmtiferðaskipsins Costa Concordia sem strandaði undan ströndum Toskana á Ítalíu í byrjun árs.

Að sögn ítalskra yfirvalda hefur tvöþúsund tonnum af olíu og skolpi verið dælt upp en sérfræðingar hafa verið að störfum frá því um miðjan febrúarmánuð. Nú tekur við hreinsunarstarf en óttast er að olía og annað hafi valdið mengun við ströndina. Talið er að ekki verði hægt að fjarlægja skipið í heild sinni fyrr en einhverntímann á fyrri hluta næsta árs.

Costa Concordia strandaði þann 13.janúar með fjögurþúsund og tvöhundruð farþega innanborðs. Þrjátíu hafa verið úrskurðaðir látnir en tveggja er enn saknað. Skipstjórinn Francesco Schettino, sem situr nú í stofufangelsi, hefur verið ákærður fyrir manndráp en hann hefur viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann sigldi of nálægt ítölsku eyjunni Giglio.

Schettino sem hefur hlotið viðurnefnið „Kapteinn Heigull" var með þeim fyrstu til að yfirgefa hið sökkvandi skip en hann segist hafa hrasað á þilfari Costa Concordia og fallið í björgunarbát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×