Innlent

Samfylkingin tekur upp nýtt merki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Samfylkingin hefur skorið í kúluna sem hefur einkennt flokkinn nær óslitið frá stofnun.
Samfylkingin hefur skorið í kúluna sem hefur einkennt flokkinn nær óslitið frá stofnun.

Í tilefni 20 ára afmælis flokksins hefur Samfylkingin breytt rauðu kúlunni sem hefur verið einkennismerki hennar. Búið er að bæta fjórum rákum á kúluna sem Samfylkingin segir að eigi að tákna gagnsæi. Að sama skapi má mynda S, listabókstaf flokksins, með því að færa hluta kúlunnar í sundur eins og gert er í myndbandinu hér að neðan.

Markmiðið með breytingu merksins er að sögn Samfylkingarinnar að færa myndrænt efni flokksis „inn í nútímann með merki sem er í senn sveigjanlegt og klassískt.“

Í tilkynningu Samfylkingarinnar vegna nýja merkisins segir að það hafi þegar verið samþykkt á sameiginlegum fundi framkvæmdarstjórnar, stjórnar og þingflokks Samfylkingar og í kjölfarið kynnt formönnum aðildarfélaga Samfylkingarinnar.

Mismunandi útgáfur nýja merkisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×