Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:09 Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Helgi fer tímabundið í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Helgi fer tímabundið í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55