Sögulegur sigur hjá Dallas 23. maí 2006 05:58 Dirk Nowitzki og Jason Terry fagna hér tímamótasigri Dallas á meisturum San Antonio í nótt, eftir ótrúlegan framlengdan oddaleik sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn AFP Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu. Leikurinn í nótt var rúsínan í pylsuendanum á frábæru einvígi Texas-liðanna tveggja, en fáir áttu von á að Dallas ætti möguleika á að leggja meistarana. San Antonio hafði tvisvar á síðustu árum slegið Dallas nokkuð auðveldlega út úr úrslitakeppninni, en nú varð loksins breyting þar á. Flestir hafa eflaust reiknað með sigri San Antonio í gær eftir að liðið náði að koma til baka eftir að lenda undir 3-1 í einvíginu og átti oddaleikinn í gær á heimavelli. Dirk Nowitzki og félagar í Dallas reyndust þó vera hungraðari í sigur. Nowitzki skoraði 37 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 18 stig. "Það var einfaldlega kominn tími á okkur núna. Duncan var stórkostlegur og við réðum ekkert við hann, en við trúðum að við gætum unnið. Þetta var mjög sérstakt einvígi fyrir okkur," sagði Nowitzki, sem þó hélt sig alveg á jörðinni þrátt fyrir augljóst mikilvægi sigursins fyrir lið Dallas. Það var einmitt Nowitzki sem tryggði Dallas framlengingu með körfu og vítaskoti að auki undir lok venjulegs leiktíma, þegar útlitið var orðið mjög dökkt hjá Dallas. Liðið var yfir allan leikinn þangað til í restina, þegar Manu Ginobili kom San Antonio yfir með góðum þrist. Tim Duncan skoraði 41 stig og hirti 15 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Manu Ginobili 23 stig. "Fyrri hálfleikurinn var okkar versti í allan vetur í bæði sókn og vörn," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, en varnarleikur liðsins var aldrei eins og hann gerist bestur í einvíginu. "Þetta var besta einvígi sem ég hef verið partur af. Bæði lið spiluðu úr sér hjartað," sagði Tim Duncan. Dallas mætir Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildarinnar og verður fyrsti leikur liðanna á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira