Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 21:42 Sanders er efstur í forvali demókrata án þess að hafa fengið meirihluta atkvæða. Rússar eru sagðir reyna að hjálpa framboði hans með það fyrir augum að ala á sundrung innan flokksins. Vísir/EPA Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45