Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 10:10 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem segir að ákvörðunin hafi lítil áhrif á farþega og flugáætlun félagsins á þessu tímabili.Fram kom í fréttum í gær að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Ekkert er minnst á þau tíðindi í tilkynningu Icelandair í morgun. Verð á bréfum í Icelandair féllu um tæp fimm prósent við opnun markaða í dag. Icelandair segir í tilkynningunni að vegna kyrrsetningar MAX vélanna verði fleiri Boeing 757 flugvélar áfram í rekstri hjá félaginu á næsta ári en upphaflega hafði verið áætlað. Þá hafi félagið tekið á leigu tvær Boeing 737-800 NG flugvélar sem komi í rekstur í vor og geri þar að auki ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. Á næstu dögum verði haft samband við þá farþega sem breytingarnar hafa áhrif á. „Við teljum ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í maí og höfum aðlagað flugáætlun félagsins að því. Vegna mótvægisaðgerða sem við höfum þegar gripið til kemur þetta til með að hafa lítil áhrifin á framboð og farþega okkar. Við settum flugáætlunina fyrir næsta ár upp þannig að áhrif frekari kyrrsetningar MAX vélanna yrðu takmörkuð. Við erum því vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, bæði hvað flotamálin varðar sem og aðra þjónustu félagsins við farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Félagið segist fylgjast áfram með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum standi nú yfir með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Icelandair Group hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX vélanna. Áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa enn yfir. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem segir að ákvörðunin hafi lítil áhrif á farþega og flugáætlun félagsins á þessu tímabili.Fram kom í fréttum í gær að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Ekkert er minnst á þau tíðindi í tilkynningu Icelandair í morgun. Verð á bréfum í Icelandair féllu um tæp fimm prósent við opnun markaða í dag. Icelandair segir í tilkynningunni að vegna kyrrsetningar MAX vélanna verði fleiri Boeing 757 flugvélar áfram í rekstri hjá félaginu á næsta ári en upphaflega hafði verið áætlað. Þá hafi félagið tekið á leigu tvær Boeing 737-800 NG flugvélar sem komi í rekstur í vor og geri þar að auki ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. Á næstu dögum verði haft samband við þá farþega sem breytingarnar hafa áhrif á. „Við teljum ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í maí og höfum aðlagað flugáætlun félagsins að því. Vegna mótvægisaðgerða sem við höfum þegar gripið til kemur þetta til með að hafa lítil áhrifin á framboð og farþega okkar. Við settum flugáætlunina fyrir næsta ár upp þannig að áhrif frekari kyrrsetningar MAX vélanna yrðu takmörkuð. Við erum því vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, bæði hvað flotamálin varðar sem og aðra þjónustu félagsins við farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Félagið segist fylgjast áfram með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum standi nú yfir með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Icelandair Group hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX vélanna. Áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa enn yfir.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira