Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2021 19:07 Yfirlæknir á Grund segir fulla ástæðu til að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólk í viðkvæmum hópum. Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira