Mest seldu bækur ársins 2020: Nýr bóksölukóngur krýndur Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2021 14:18 Ólafur Jóhann Ólafsson náði að velta Arnaldi Indriðasyni úr hásæti sínu en þar hefur hann setið fastur fyrir undanfarna áratugina. vísir/vilhelm Snertingin hans Ólafs Jóhanns Ólafssonar endaði sem mest selda bók ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Arnaldur Indriðason hefur nánast haldið toppsætinu alveg samfellt frá aldamótum. Síðast þegar tókst að velta Arnaldi úr hásætinu var árið 2012. Þá kom fram einhver óvæntasti smellur bóksölunnar, eða svarti hestur eins og þau í bókabransanum kalla slík fyrirbæri; Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur. Árin á undan hafði Arnaldur haft tögl og hagldir á sölulistum. Þannig að uppgjörslistirnar yfir bóksölu ársins 2020 sæta þannig nokkrum tíðindum. Rithöfundar geta verið mjög ánægðir með árið „Já,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút, sérfræðingur Vísis í bóksölunni. „Þetta er ár hinna íslensku skáldverka, bóksala var með besta móti og salan dreifðist á óvenju marga titla. Það veldur því að líklega voru engin einstök sölumet slegin en í heildina lítur út fyrir að bóksalan þessa þýðingamiklu tvo lokamánuði ársins hafi aukist um 15 prósent frá árinu áður. Enginn nýliði nær að stimpla sinn inn á meðal 30 mest seldu íslensku skáldverkanna og karlmenn eiga þar aðeins þriðjung verka.“ Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút segir að árið 2020 hafi verið skáldsagnaár. Þannig má segja að Covid-árið, sem margir vilja bölva í sand og ösku, hafi verið afskaplega vænt og gott við rifhöfunda. Stóraukin voru framlög til listamanna en bróðurparturinn rann til rithöfundanna, umtalsverð hækkun varð á greiðslum úr bókasafnssjóði á árinu, hljóðbókaútgáfa jókst verulega sem og sala á skáldskap. Rithöfundar hugsa því væntanlega til þessa árs með nokkurri ánægju. Leikararnir Ævar Þór og Gunnar Helgason hopa En sé áfram litið sérstaklega til listanna þá voru einnig verulegar sviptingar hjá barnabókahöfundum. „Orri óstöðvandi náði nú í sinni þriðju tilraun efsta sæti barnabókalistans og Birgitta Haukdal setti nýtt met með því að eiga samtals 5 titla á meðal tuttugu mest seldu barnabókanna auk þess að hreppa þar annað sætið. Leikara-rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson og Gunnar Helgason, sem undanfarin ár hafa skipt á milli sín efstu sætum listans hopa í ár, Ævar niður í þriðja sætið og Gunnar í það tíunda,“ segir Bryndís. Á barnabókalistanum sjást tveir nýliðar. Sólborg Guðbrandsdóttir er óumdeildur nýliði ársins með bókina Fávita, sem lenti í ellefta sæti yfir mest seldu bækur ársins og fjórða sæti barnabókalistans. Nýr höfundur á barnabókalistanum er einnig Rut Guðnadóttir, dóttir Guðna Th… „Og þó engin ævisaga nái inn á topp 20 listann þá verður það líka að teljast til tíðinda að liðlega tvítugur drengur eigi mest seldu ævisögu ársins. Það er auðvitað Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, sonur Árna Magnússonar, fyrrverandi þingmanns og félagsmálaráðherra,“ segir Bryndís. Ólafur Jóhann var í höfundatali Vísis á árinu og sagði þar á meðal annars að viðtökur skiptu hann miklu máli. Hann getur ekki kvartað undan þeim, Snerting hlaut feikigóðar viðtökur, svo góðar að hann náði að velta kóngi úr hásæti sínu. Topplistinn Árslistinn 2020 Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Dauðabókin - Stefán Máni Verstu kennarar í heimi - David Walliams Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Skipulag - Sólrún Diego Íslensk skáldverk Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Dauðabókin - Stefán Máni Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir Blóðrauður sjór - Lilja Sigurðardóttir Blóðberg - Þóra Karítas Árnadóttir 107 Reykjavík - Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Sykur - Katrín Júlíusdóttir Hansdætur - Benný Sif Ísleifsdóttir Konan sem elskaði fossinn : Sigríður í Brattholti - Eyrún Ingadóttir Aprílsólarkuldi - Elísabet Kristín Jökulsdóttir Ein - Ásdís Halla Bragadóttir Brúin yfir Tangagötuna - Eiríkur Örn Norðdahl Tíbrá - Ármann Jakobsson Næturskuggar - Eva Björg Ægisdóttir Truflunin - Steinar Bragi Bróðir - Halldór Armand Andlitslausa konan - Jónína Leósdóttir Svínshöfuð - kilja - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Tengdadóttirin I - Guðrún frá Lundi Dauði skógar - Jónas Reynir Gunnarsson Morðin í Háskólabíó - Stella Blómkvist Tengdadóttirin II - Guðrún frá Lundi Íslenskar barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson Barnaræninginn - Gunnar Helgason Hetja - Björk Jakobsdóttir Hestar - Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring Vampírur, vesen og annað tilfallandi - Rut Guðnadóttir Þín eigin saga: Risaeðlur - Ævar Þór Benediktsson Iðunn og afi pönk - Gerður Kristný Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga - Kristín Helga Gunnarsdóttir Brandarar og gátur 5 - Huginn Þór Grétarsson Þín eigin saga: Knúsípons - Ævar Þór Benediktsson Jól með Láru - Birgitta Haukdal Þýddar barna- og ungmennabækur Verstu kennarar í heimi - David Walliams Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Bókafélagið Ísskrímslið - David Walliams Dagbók Kidda klaufa 13 : Snjóstríðið - Jeff Kinney Jólasyrpa 2020 - Walt Disney Jól í Múmíndal - Tove Jansson Handbók fyrir ofurhetjur 5 - Horfin - Elias og Agnes Våhlund Milljarðastrákurinn - David Walliams Dagbók Kidda klaufa 12 : Flóttinn í sólina - Jeff Kinney Jólaföndur : engin skæri, bara gaman - Unga ástin mín Fótbolti - Meistarataktar - Rob Colson Ding! Dong! Komum að leika! - Astley Baker Hundmann 2 - Taumaus - Dav Pilkey Sögur úr Múmíndal - Tove Jansson Risaeðlugengið : Kappsundið - Lars Mæhle Skólaráðgátan - Martin Widmark / Helena Willis Lögreglu- og slökkvibílar - David Hawcock Mannslíkaminn - Ryan Hobson Söguperlur fyrir svefninn - Setberg Töfraeinhyrningurinn hennar Gurru gríss - Peppa Pig Fræði og almennt efni Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Skipulag - Sólrún Diego Kökur - Linda Ben Þess vegna sofum við : um mikilvægi svefns og drauma - Matthew Walker Skipulagsdagbók - Sólrún Diego Þegar heimurinn lokaðist - Davíð Logi Sigurðsson Vegahandbókin 2020 - Ýmsir höfundar Íslenskir vettlingar - Guðrún Hannele Henttinen Bubbi Morthens - ferillinn í fjörtíu ár - Árni Matthíasson Bakað með Elenoru Rós - Eleora Rós Georgsdóttir Kindasögur II - Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson Fimmaurabrandarar 2 - Fimmaurafélagið Ketóflex 3-3-1 mataræðið - Þorbjörg Hafsteinsdóttir Hrein Karfa - Kjartan Atli Kjartansson Prjónað á mig og mína - Lene Holme Samsøe Saumaklúbburinn - Berglind Hreiðarsdóttir Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson Prjónað af ást - Lene Holme Samsøe Martröð í Mykinesi - Magnús Þór Hafsteinsson Samskipti - Pálmar Ragnarsson Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon Fuglinn sem gat ekki flogið - Gísli Pálsson Spegill fyrir skuggabaldur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Brimaldan stríða - Steinar J. Lúðvíksson Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir Liverpool, flottasti klúbbur í heimi - Illugi Jökulsson Sumac - Þráinn Freyr Vigfússon 800 - fastan - Michael Mosley Þýdd skáldverk Kóngsríkið - Jo Nesbø Silfurvængir - Camilla Läckberg Fórnarlamb 2117 - Jussi Adler Olsen Lygalíf fullorðinna - Elena Ferrante Jól í Sumareldhúsi Flóru - Jenny Colgan Í vondum félagsskap - Viveca Sten Brúðkaup í desember - Sarah Morgan Mitt (ó)fullkomna líf - Sophie Kinsella Á byrjunarreit - Lee Child Þerapistinn - Helene Flood Ljóð og limrur Gervilimrur Gísla Rúnars - Gísli Rúnar Björgvinsson 140 vísnagátur - Páll Jónasson Látra-Björg - Helgi Jónsson Veirufangar og veraldarharmur - Valdimar Tómasson Innræti - Arndís Þórarinsdóttir Hetjusögur - Kristín Svava Tómasdóttir Draumstol - Gyrðir Elíasson Ljóðasafn Rumi - Söngur reyrsins - Jalaluddin Rumi Þagnarbindindi - Halla Þórlaug Óskarsdóttir Taugaboð á háspennulínu - Arndís Lóa Magnúsdóttir Ævisögur Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm Glæpur við fæðingu - Trevor Noah Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson Berskjaldaður : Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást - Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ellert - Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason Dóttir - Katrín Tanja Davíðsdóttir Vigdís Jack : Sveitastelpan sem varð prestsfrú - Gyða Skúladóttir Brosað gegnum tárin - Bryndís Schram Svo týnist hjartaslóð : Þroskasaga Betu Reynis - Valgeir Skagfjörð og Elísabet Reynisdóttir Fæddur til að fækka tárum : Káinn - Jón Hjaltason Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur nánast haldið toppsætinu alveg samfellt frá aldamótum. Síðast þegar tókst að velta Arnaldi úr hásætinu var árið 2012. Þá kom fram einhver óvæntasti smellur bóksölunnar, eða svarti hestur eins og þau í bókabransanum kalla slík fyrirbæri; Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur. Árin á undan hafði Arnaldur haft tögl og hagldir á sölulistum. Þannig að uppgjörslistirnar yfir bóksölu ársins 2020 sæta þannig nokkrum tíðindum. Rithöfundar geta verið mjög ánægðir með árið „Já,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút, sérfræðingur Vísis í bóksölunni. „Þetta er ár hinna íslensku skáldverka, bóksala var með besta móti og salan dreifðist á óvenju marga titla. Það veldur því að líklega voru engin einstök sölumet slegin en í heildina lítur út fyrir að bóksalan þessa þýðingamiklu tvo lokamánuði ársins hafi aukist um 15 prósent frá árinu áður. Enginn nýliði nær að stimpla sinn inn á meðal 30 mest seldu íslensku skáldverkanna og karlmenn eiga þar aðeins þriðjung verka.“ Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút segir að árið 2020 hafi verið skáldsagnaár. Þannig má segja að Covid-árið, sem margir vilja bölva í sand og ösku, hafi verið afskaplega vænt og gott við rifhöfunda. Stóraukin voru framlög til listamanna en bróðurparturinn rann til rithöfundanna, umtalsverð hækkun varð á greiðslum úr bókasafnssjóði á árinu, hljóðbókaútgáfa jókst verulega sem og sala á skáldskap. Rithöfundar hugsa því væntanlega til þessa árs með nokkurri ánægju. Leikararnir Ævar Þór og Gunnar Helgason hopa En sé áfram litið sérstaklega til listanna þá voru einnig verulegar sviptingar hjá barnabókahöfundum. „Orri óstöðvandi náði nú í sinni þriðju tilraun efsta sæti barnabókalistans og Birgitta Haukdal setti nýtt met með því að eiga samtals 5 titla á meðal tuttugu mest seldu barnabókanna auk þess að hreppa þar annað sætið. Leikara-rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson og Gunnar Helgason, sem undanfarin ár hafa skipt á milli sín efstu sætum listans hopa í ár, Ævar niður í þriðja sætið og Gunnar í það tíunda,“ segir Bryndís. Á barnabókalistanum sjást tveir nýliðar. Sólborg Guðbrandsdóttir er óumdeildur nýliði ársins með bókina Fávita, sem lenti í ellefta sæti yfir mest seldu bækur ársins og fjórða sæti barnabókalistans. Nýr höfundur á barnabókalistanum er einnig Rut Guðnadóttir, dóttir Guðna Th… „Og þó engin ævisaga nái inn á topp 20 listann þá verður það líka að teljast til tíðinda að liðlega tvítugur drengur eigi mest seldu ævisögu ársins. Það er auðvitað Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, sonur Árna Magnússonar, fyrrverandi þingmanns og félagsmálaráðherra,“ segir Bryndís. Ólafur Jóhann var í höfundatali Vísis á árinu og sagði þar á meðal annars að viðtökur skiptu hann miklu máli. Hann getur ekki kvartað undan þeim, Snerting hlaut feikigóðar viðtökur, svo góðar að hann náði að velta kóngi úr hásæti sínu. Topplistinn Árslistinn 2020 Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Dauðabókin - Stefán Máni Verstu kennarar í heimi - David Walliams Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Skipulag - Sólrún Diego Íslensk skáldverk Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason Bráðin - Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein - Ragnar Jónasson Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir Dauðabókin - Stefán Máni Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson Eldarnir : Ástin og aðrar hamfarir - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Undir Yggdrasil - Vilborg Davíðsdóttir Yfir bænum heima - Kristín Steinsdóttir Blóðrauður sjór - Lilja Sigurðardóttir Blóðberg - Þóra Karítas Árnadóttir 107 Reykjavík - Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Sykur - Katrín Júlíusdóttir Hansdætur - Benný Sif Ísleifsdóttir Konan sem elskaði fossinn : Sigríður í Brattholti - Eyrún Ingadóttir Aprílsólarkuldi - Elísabet Kristín Jökulsdóttir Ein - Ásdís Halla Bragadóttir Brúin yfir Tangagötuna - Eiríkur Örn Norðdahl Tíbrá - Ármann Jakobsson Næturskuggar - Eva Björg Ægisdóttir Truflunin - Steinar Bragi Bróðir - Halldór Armand Andlitslausa konan - Jónína Leósdóttir Svínshöfuð - kilja - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Tengdadóttirin I - Guðrún frá Lundi Dauði skógar - Jónas Reynir Gunnarsson Morðin í Háskólabíó - Stella Blómkvist Tengdadóttirin II - Guðrún frá Lundi Íslenskar barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson Syngdu með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson Fávitar - Sólborg Guðbrandsdóttir Krakkalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal Lára fer í leikhús - Birgitta Haukdal Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, Úlfur Logason ofl. Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig - Bjarni Fritzson Barnaræninginn - Gunnar Helgason Hetja - Björk Jakobsdóttir Hestar - Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring Vampírur, vesen og annað tilfallandi - Rut Guðnadóttir Þín eigin saga: Risaeðlur - Ævar Þór Benediktsson Iðunn og afi pönk - Gerður Kristný Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga - Kristín Helga Gunnarsdóttir Brandarar og gátur 5 - Huginn Þór Grétarsson Þín eigin saga: Knúsípons - Ævar Þór Benediktsson Jól með Láru - Birgitta Haukdal Þýddar barna- og ungmennabækur Verstu kennarar í heimi - David Walliams Jólaföndur : leikja-, lita og límmiðabók - Bókafélagið Ísskrímslið - David Walliams Dagbók Kidda klaufa 13 : Snjóstríðið - Jeff Kinney Jólasyrpa 2020 - Walt Disney Jól í Múmíndal - Tove Jansson Handbók fyrir ofurhetjur 5 - Horfin - Elias og Agnes Våhlund Milljarðastrákurinn - David Walliams Dagbók Kidda klaufa 12 : Flóttinn í sólina - Jeff Kinney Jólaföndur : engin skæri, bara gaman - Unga ástin mín Fótbolti - Meistarataktar - Rob Colson Ding! Dong! Komum að leika! - Astley Baker Hundmann 2 - Taumaus - Dav Pilkey Sögur úr Múmíndal - Tove Jansson Risaeðlugengið : Kappsundið - Lars Mæhle Skólaráðgátan - Martin Widmark / Helena Willis Lögreglu- og slökkvibílar - David Hawcock Mannslíkaminn - Ryan Hobson Söguperlur fyrir svefninn - Setberg Töfraeinhyrningurinn hennar Gurru gríss - Peppa Pig Fræði og almennt efni Útkall - Á ögurstundu - Óttar Sveinsson Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason UNA prjónabók - Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld Skipulag - Sólrún Diego Kökur - Linda Ben Þess vegna sofum við : um mikilvægi svefns og drauma - Matthew Walker Skipulagsdagbók - Sólrún Diego Þegar heimurinn lokaðist - Davíð Logi Sigurðsson Vegahandbókin 2020 - Ýmsir höfundar Íslenskir vettlingar - Guðrún Hannele Henttinen Bubbi Morthens - ferillinn í fjörtíu ár - Árni Matthíasson Bakað með Elenoru Rós - Eleora Rós Georgsdóttir Kindasögur II - Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson Fimmaurabrandarar 2 - Fimmaurafélagið Ketóflex 3-3-1 mataræðið - Þorbjörg Hafsteinsdóttir Hrein Karfa - Kjartan Atli Kjartansson Prjónað á mig og mína - Lene Holme Samsøe Saumaklúbburinn - Berglind Hreiðarsdóttir Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson Prjónað af ást - Lene Holme Samsøe Martröð í Mykinesi - Magnús Þór Hafsteinsson Samskipti - Pálmar Ragnarsson Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon Fuglinn sem gat ekki flogið - Gísli Pálsson Spegill fyrir skuggabaldur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Brimaldan stríða - Steinar J. Lúðvíksson Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir Liverpool, flottasti klúbbur í heimi - Illugi Jökulsson Sumac - Þráinn Freyr Vigfússon 800 - fastan - Michael Mosley Þýdd skáldverk Kóngsríkið - Jo Nesbø Silfurvængir - Camilla Läckberg Fórnarlamb 2117 - Jussi Adler Olsen Lygalíf fullorðinna - Elena Ferrante Jól í Sumareldhúsi Flóru - Jenny Colgan Í vondum félagsskap - Viveca Sten Brúðkaup í desember - Sarah Morgan Mitt (ó)fullkomna líf - Sophie Kinsella Á byrjunarreit - Lee Child Þerapistinn - Helene Flood Ljóð og limrur Gervilimrur Gísla Rúnars - Gísli Rúnar Björgvinsson 140 vísnagátur - Páll Jónasson Látra-Björg - Helgi Jónsson Veirufangar og veraldarharmur - Valdimar Tómasson Innræti - Arndís Þórarinsdóttir Hetjusögur - Kristín Svava Tómasdóttir Draumstol - Gyrðir Elíasson Ljóðasafn Rumi - Söngur reyrsins - Jalaluddin Rumi Þagnarbindindi - Halla Þórlaug Óskarsdóttir Taugaboð á háspennulínu - Arndís Lóa Magnúsdóttir Ævisögur Herra Hnetusmjör - hingað til - Sóli Hólm Glæpur við fæðingu - Trevor Noah Sögur handa Kára - Ólafur Ragnar Grímsson Berskjaldaður : Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást - Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ellert - Ellert B. Schram og Björn Jón Bragason Dóttir - Katrín Tanja Davíðsdóttir Vigdís Jack : Sveitastelpan sem varð prestsfrú - Gyða Skúladóttir Brosað gegnum tárin - Bryndís Schram Svo týnist hjartaslóð : Þroskasaga Betu Reynis - Valgeir Skagfjörð og Elísabet Reynisdóttir Fæddur til að fækka tárum : Káinn - Jón Hjaltason
Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira