Morgunblaðið greinir frá þessu í dag en viðræðurnar hafa ekki gengið áfallalaust fyrir sig.
Útganga Bretlands úr Evrópusambandi eru sögð hafa áhrif á skiptin en harðar reglur eru nú komnar hvað varðar skipti leikmanna til Bretlands.
Í sömu frétt Morgunblaðsins segir að það séu líkur á að Cecilía skrifi undir samning hjá Everton en verði svo lánuð til Norðurlandanna.
Cecilía Rán er einungis sautján ára gömul en hún lékk sinn fyrsta A-landsleik á síðustu leiktíð.
Hún hefur varið mark Fylkis síðustu tvö ár og vakið athygli fyrir sína frammistöðu. Hún var meðal annars valin efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í sumar.