Halda undanúrslitaófarir United áfram? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2021 12:00 Harry Maguire nánast með Raheem Sterling í fanginu í leik Manchester-liðanna, United og City 12. desember síðastliðinn. Liðin mætast í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. getty/Matt McNulty Tekst Manchester United að komast í fyrsta úrslitaleikinn undir stjórn Ole Gunnars Solskjær eða kemst Manchester City í fjórða úrslitaleikinn í enska deildabikarnum í röð? Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Sjá meira
Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti