Hannar fyrir konur sem vilja sjást í fjöldanum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. janúar 2021 10:02 Anita Hirlekar hefur vakið mikla athygli hér á landi fyrir hönnun sína síðustu ár. Skjáskot „Hönnunin og vörumerkið spilar svolítið inn á persónuleika kvenna, hún er litrík og ég vinn mikið með áferðir. Engin flík er eins svo þetta er svolítið einstakt sem ég er að reyna að gera,“ segir fatahönnuðurinn Anita Hirlekar. Á örfáum árum hefur Anita Hirlekar orðið ein af skærustu stjörnum íslenskrar fatahönnunar. Hönnun Anitu einkennist af sterkum og áhrifaríkum litasamsetningum, bróderuðum flíkum og handmáluðum mynstrum. „Augun fara beint að litasamsetningum og áferðum og það er oftast það sem ég pikka upp úr hlutum,“ segir Anita um innblásturinn, sem kemur meðal annar úr myndlist. Í framhaldinu þróar hún hugmyndirnar áfram með frekari rannsóknarvinnu. „Svo er það þessi textíltækni sem heillar mig, útsaumurinn og þessar aldagömlu hefðir. Til dæmis þæfing og gera eitthvað nýtt og skapa eitthvað nýtt og nútímalegt með þessum gömlu hefðum.“ Mikil vinna við hverja flík Anita ræddi hugmyndavinnu sína og hönnunarferlið í nýjasta myndbandinu frá verkefninu Á bak við vöruna. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stundum eru hugmyndirnar rosalega stórar og miklar þannig að það þarf langan tíma. Oftast tekur þetta upp í nokkur ár að þróa eina flík af því að það er mikill tími sem fer í bæði sníðagerðina og munstrið.“ Nýjasta lína Anitu var unnin og framleidd frá upphafi til enda innan landsteinanna og er fáanleg í Kiosk. Anita segir að það séu forréttindi að starfa sem fatahönnuður á Íslandi þó að það séu auðvitað einhverjar áskoranir sem því fylgja. Klippa: Á bakvið vöruna - Anita Hirleka Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi frá Blóð stúdíó. Í þáttunum er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Allir þættirnir eru sýndir hér á Vísi. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands. Reykjavík Tíska og hönnun Á bak við vöruna Tengdar fréttir „Ég upplifði að það væri ekki mikið úrval af fatnaði til fyrir mig í verslunum“ „Vörumerkið mitt svartbysvart er fullkomlega kynlaust fatamerki. Föt og aukahlutir eru handgerð af mér í Reykjavík. Allt í versluninni er unnið af mér eða makanum mínum Momo, sem er meðeigandi.“ 17. desember 2020 11:30 Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ 10. desember 2020 14:00 „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33 „Við erum með hörkureynslu í farteskinu“ Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun. 2. desember 2020 22:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Þung skref að labba inn á krabbameinsdeildina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Á örfáum árum hefur Anita Hirlekar orðið ein af skærustu stjörnum íslenskrar fatahönnunar. Hönnun Anitu einkennist af sterkum og áhrifaríkum litasamsetningum, bróderuðum flíkum og handmáluðum mynstrum. „Augun fara beint að litasamsetningum og áferðum og það er oftast það sem ég pikka upp úr hlutum,“ segir Anita um innblásturinn, sem kemur meðal annar úr myndlist. Í framhaldinu þróar hún hugmyndirnar áfram með frekari rannsóknarvinnu. „Svo er það þessi textíltækni sem heillar mig, útsaumurinn og þessar aldagömlu hefðir. Til dæmis þæfing og gera eitthvað nýtt og skapa eitthvað nýtt og nútímalegt með þessum gömlu hefðum.“ Mikil vinna við hverja flík Anita ræddi hugmyndavinnu sína og hönnunarferlið í nýjasta myndbandinu frá verkefninu Á bak við vöruna. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stundum eru hugmyndirnar rosalega stórar og miklar þannig að það þarf langan tíma. Oftast tekur þetta upp í nokkur ár að þróa eina flík af því að það er mikill tími sem fer í bæði sníðagerðina og munstrið.“ Nýjasta lína Anitu var unnin og framleidd frá upphafi til enda innan landsteinanna og er fáanleg í Kiosk. Anita segir að það séu forréttindi að starfa sem fatahönnuður á Íslandi þó að það séu auðvitað einhverjar áskoranir sem því fylgja. Klippa: Á bakvið vöruna - Anita Hirleka Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi frá Blóð stúdíó. Í þáttunum er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Allir þættirnir eru sýndir hér á Vísi. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands.
Reykjavík Tíska og hönnun Á bak við vöruna Tengdar fréttir „Ég upplifði að það væri ekki mikið úrval af fatnaði til fyrir mig í verslunum“ „Vörumerkið mitt svartbysvart er fullkomlega kynlaust fatamerki. Föt og aukahlutir eru handgerð af mér í Reykjavík. Allt í versluninni er unnið af mér eða makanum mínum Momo, sem er meðeigandi.“ 17. desember 2020 11:30 Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ 10. desember 2020 14:00 „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33 „Við erum með hörkureynslu í farteskinu“ Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun. 2. desember 2020 22:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Þung skref að labba inn á krabbameinsdeildina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég upplifði að það væri ekki mikið úrval af fatnaði til fyrir mig í verslunum“ „Vörumerkið mitt svartbysvart er fullkomlega kynlaust fatamerki. Föt og aukahlutir eru handgerð af mér í Reykjavík. Allt í versluninni er unnið af mér eða makanum mínum Momo, sem er meðeigandi.“ 17. desember 2020 11:30
Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ 10. desember 2020 14:00
„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33
„Við erum með hörkureynslu í farteskinu“ Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun. 2. desember 2020 22:00