„Okkar mikla land varð fyrir miklu áfalli í gær sem hefði verið hægt að komast hjá, þegar stuðningsmenn forsetans réðust inn í þinghúsið í kjölfar fjöldafunds sem [forsetinn] ávarpaði. Ég er viss um að mörg ykkar upplifið þetta líka, en ég er mjög þjökuð vegna atburðanna og ég get ekki hundsað það,“ skrifar hún í yfirlýsingu sem hún birti á Twitter.
Chao skrifar að hún sé mjög stolt af öllu því sem hún, ásamt starfsmönnum ráðuneytisins, vann að sem ráðherra. Hún voni að starfsmennirnir haldi áfram því verki sem hún hóf í von um að bæta líf allra Bandaríkjamanna.
It has been the honor of a lifetime to serve the U.S. Department of Transportation. pic.twitter.com/rFxPsBoh6t
— Sec. Elaine Chao (@SecElaineChao) January 7, 2021
Afsögnin tekur gildi á mánudag, þann 11. janúar en embættistíð hennar hefði átt að vara fram að 20. janúar, þegar Joe Biden tekur við forsetaembættinu.
Hún skrifar í yfirlýsingunni að hún muni eftir sinni bestu getu aðstoða Pete Buttigieg, sem hefur verið tilnefndur af Biden til þess að taka við embætti samgönguráðherra, við að taka við embætti.