Telur það gott skref ef hluti Íslandsbanka yrði gefinn þjóðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 15:06 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það yrði gott skref ef hluti eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka yrði afhentur almenningi landsins. Til stendur að selja hlut íslenska ríkisins í bankanum, þannig að meirihluti eða mögulega allir hlutir ríkisins í Íslandsbanka verði seldir á hlutabréfamarkaði. Til að byrja með verður allt að 25 prósenta hluti ríkisins í bankanum seldur og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagt að ákjósanlegt væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi ársins. „Við viljum fara lengra og ég held að það sé mjög gott í þessu árferði þegar margir eiga um sárt að binda í kjölfar kórónuveirufaraldursins og það sér ekki fyrir endann á honum. Það sér ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segist vilja sjá að meðfram sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum verði hluta þess dreift til almennings. „Ég held að það gæti bæði styrkt stöðuna fyrir söluna og ég held að þetta verði í mörgu tilliti, frá margvíslegu sjónarhorni gott. Almenningur verður þarna virkur á hlutabréfamarkaði og hlutabréfamarkaðurinn fær á sama tíma innspýtingu,“ segir Sigríður. Telur að gjöfin gæti leitt til meiri auðsöfnunar á færri höndum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segist ósammála Sigríði. Hún segir ýmis lagaákvæði sem ráði gegn þessu og svo sé mörgum spurningum ósvarað um þessi mál. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að horfa á það að þeir sem hafi áhuga á því eigi að fjárfesta og við eigum að fá verð sem skiptir máli, líka fyrir þessi 25 prósent,“ segir Bjarkey. „Ég hef áhyggjur af því að auðsöfnun gæti verið á enn færri höndum með þessu fyrirkomulagi,“ segir Bjarkey. Hún bendir á það að ef 25 prósenta hlut í bankanum yrði skipt niður á alla Íslendinga hefði hver og einn engin áhrif og völd í umsýslu bankans. Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15 Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Til stendur að selja hlut íslenska ríkisins í bankanum, þannig að meirihluti eða mögulega allir hlutir ríkisins í Íslandsbanka verði seldir á hlutabréfamarkaði. Til að byrja með verður allt að 25 prósenta hluti ríkisins í bankanum seldur og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagt að ákjósanlegt væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi ársins. „Við viljum fara lengra og ég held að það sé mjög gott í þessu árferði þegar margir eiga um sárt að binda í kjölfar kórónuveirufaraldursins og það sér ekki fyrir endann á honum. Það sér ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segist vilja sjá að meðfram sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum verði hluta þess dreift til almennings. „Ég held að það gæti bæði styrkt stöðuna fyrir söluna og ég held að þetta verði í mörgu tilliti, frá margvíslegu sjónarhorni gott. Almenningur verður þarna virkur á hlutabréfamarkaði og hlutabréfamarkaðurinn fær á sama tíma innspýtingu,“ segir Sigríður. Telur að gjöfin gæti leitt til meiri auðsöfnunar á færri höndum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segist ósammála Sigríði. Hún segir ýmis lagaákvæði sem ráði gegn þessu og svo sé mörgum spurningum ósvarað um þessi mál. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að horfa á það að þeir sem hafi áhuga á því eigi að fjárfesta og við eigum að fá verð sem skiptir máli, líka fyrir þessi 25 prósent,“ segir Bjarkey. „Ég hef áhyggjur af því að auðsöfnun gæti verið á enn færri höndum með þessu fyrirkomulagi,“ segir Bjarkey. Hún bendir á það að ef 25 prósenta hlut í bankanum yrði skipt niður á alla Íslendinga hefði hver og einn engin áhrif og völd í umsýslu bankans. Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15 Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15
Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01
Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10