Netapótek Lyfjavers fær frábærar viðtökur Lyfjaver 11. janúar 2021 12:41 Netapótek Lyfjavers var opnað í október á síðasta ári og þjónustar viðskiptavini um allt land. Elín Kolbeins og Kristjana Björnsdóttir hafa í nægu að snúast í vinnunni. Vilhelm Netapótek Lyfjavers er Vefverslun vikunnar á Vísi. Netapótekið auðveldar aðgengi að lyfseðlum og öðrum vörum og hefur fengið frábærar viðtökur. Kaupaukar fylgja þegar keypt er fyrir 5000 krónur eða meira. „Þetta fer ótrúlega vel af stað. Við fáum gífurlega góð viðbrögð bæði af landbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu og fólk á öllum aldri nýtir sér þjónustuna. Það er meiriháttar gaman hjá okkur í vinnunni og mikið að gera,“ Segir Elín Kolbeins, lyfjatæknir í Netapóteki Lyfjavers en Lyfjaver opnaði útibú á netinu í október á síðasta ári. Netapótek Lyfjavers er Vefverslun vikunnar á Vísi. Með opnun Netapóteks kom Lyfjaver til móts við viðskiptavini og auðveldaði aðgengi að lyfseðlum og öðrum vörum. Með því að skrá sinn inn með rafrænum skilríkjum fær viðskiptavinur betri yfirsýn á eigin lyfseðla og sér nákvæmt lyfjaverð með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, ásamt afslætti Lyfjavers. Auðveldara er nú að gera verðsamanburð á lyfjum, lausasölulyfjum og öðrum vörum og skoða þau samheitalyf sem í boði eru. Einnig er hægt að skoða verðmun milli samheitalyfja og sjá þrepastöðu hjá Sjúkratryggingum Íslands. Umtalsverður sparnaður getur komið til ef ódýrasta samheitalyf er valið og getur kostnaður munað tugum prósenta, sérstaklega með greiðsluþátttaka sjúkratrygginga. Hagstætt og aðgengilegt að leysa út lyfseðla í Netapótekinu „Ég mæli eindregið með því að nýta sér þann kost að leysa út lyfseðlana sína í Netapótekinu,“ segir Elín. „Það er afar hagstætt og við bjóðum upp á fría heimsendingu ef leystir eru út tveir lyfseðlar í einu eða keypt fyrir 9.900 krónur eða meira. Það er auðvelt að bæta við vörum í pöntunina og bjóðum við kaupauka þegar keypt er fyrir 5.000 krónur eða meira." Viðskiptavinir geta þá valið milli nokkurra vara sem eru breytilegar, til dæmis vítamín, kælipokar og ýmislegt fleira. Öllum pöntunum sem berast frá landsbyggðinni reynum við að koma í póst samdægurs pantanir skili sér sem fyrst til viðskiptavina “ útskýrir Elín og bætir við að pöntunarkefið sé einfalt og aðgengilegt í notkun. Mjög hagstætt verð er á lausasölulyfjum sem og almennum vörum, nikótínlyf hafa ávallt verið á mjög lágu verði hjá Lyfjaveri. „Við erum einnig stöðugt að auka við vöruúrvalið hjá okkur og bjóðum reglulega upp á ýmis tilboð sem öll er hægt að nálgast á netinu. Netapótekið er eins og auka útibú, staðsett heima hjá viðskiptavinum,“ segir Elín. Í Netapótekinu er hægt að velja um heimsendingu samdægurs á höfuðborgarsvæðinu alla virka daga og nú líka á laugardögum með Lyfjaversskutlunni ef pantað er fyrir kl 13. Einnig er hægt að fá sent með Póstinum um land allt ásamt því að sækja pantanir í apótekið samdægurs og sleppa þannig við biðtímann í apótekinu. Þægindi að fá lyfin send heim að dyrum „Þetta byrjaði með látum í kringum Svartan föstudag og síðan þá hefur verið mjög mikið að gera,“ segir Þröstur Friðberg einn þriggja bílstjóra sem keyra út pantanir til viðskiptavina Lyfjavers. Hann segir viðskiptavini í skýjunum með þjónustuna og margir panti aftur og aftur. Það séu mikil þægindi að fá lyfin heim að dyrum, sérstaklega á tímum sem þessum. Þeir Guðjón Snær, Þröstur Friðberg og Markús Máni keyra út pantanir til viðskiptavina Netapóteks Lyfjavers.Vilhelm „Við finnum vel fyrir ánægju viðskiptavina. Við erum tveir í fullu starfi við að keyra út og sá þriðji kemur inn part úr viku. Til stendur að bæta enn við þjónustuna og keyra einnig út á laugardögum, ekki veitir af,“ segir hann og leggur áherslu á að passað sé vel upp á sóttvarnir. „Við förum víða og erum mjög meðvitaðir um það, erum með spritt í bílunum og hanska og pössum upp á fjarlægðina þegar við afhendum fólki vörurnar við dyrnar. Við keyrum út á öllu höfuðborgarsvæðinu og sjálfur er ég áhugasamur um að stækka svæðið sem við þjónustum. Það er eftirspurn eftir því. Viðskiptavinahópurinn hefur breyst mikið eftir opnun Netapóteksins, áður var aðallega eldra fólk að fá sent heim en nú nýtir fólk á öllum aldri sér þá þjónustu að fá lyfin og aðrar vörur keyrðar heim. Við keyrum frá 9 á morgnana til klukkan 18,“ segir Þröstur. Hvað segja viðskiptavinir? Þau Erlingur A Jennason og Sandra Björk Ragnarsdóttir nýta sér þjónustu Netapóteks Lyfjavers. Þau segja gott verð Lyfjavers skipta sköpum og þau þægindi að geta setið við tölvuna heima við kaupin. Erlingur A Jennason Erlingur A. Jennason „Ég hef verið viðskiptavinur Lyfjavers frá stofnun þess enda var innkoma Lyfjavers mikill ágóði fyrir kaupendur lyfja sem eru mjög dýr. Ég hef notað Netapótekið frá byrjun og hef látið senda mér lyfin heim að dyrum. Ég hafði ekki keypt lyf áður á netinu. Þjónustan hefur verið til fyrirmyndar og ég mun nýta mér hana áfram. Helstu kostirnir hvað mig varðar er að geta forðast smit á þessum tímum þar sem ég er 74 ára og í áhættuhópi með undirliggjandi sjúkdóma. Einnig að geta í rólegheitum skoðað verð á lyfjum og þá möguleika á því að velja ódýrari samheitalyf. Því til viðbótar hægt að skoða aðrar vörur og lyf sem ekki eru lyfseðilskyld og eru í boði í verslun.“ Sandra Björk Ragnarsdóttir „Ég ákvað að prófa þjónustuna eftir að ég sá hana auglýsta. Þjónustan er virkilega góð og stóð undir öllum væntingum . Ég bý aðeins fyrir utan höfuðborgarsvæðið og pantaði lyfin mín. Það er mjög auðvelt að sjá hvaða lyfseðla maður á og hvar maður er í greiðsluþátttöku þrepinu. Einnig pantaði ég lausasöluvörur. Allt var mjög vel pakkað og sent heim að dyrum daginn eftir. Ég hafði ekki áður pantað lyf á netinu þar sem sú þjónusta hefur ekki verið til staðar, sérstaklega ekki að senda utan höfuðborgarsvæðisins. Ég mun pottþétt nýta mér þessa þjónustu aftur , virkilega þægilegt að setjast bara fyrir framan tölvuna og gera þetta heima hjá sér, og fá sérstaklega svona fljótt sent heim. Það er mikill kostur eins og staðan er með covid að þurfa ekki að fara heldur geta bara verið heima hjá sér og fengið sínar nauðsynjar. Ég kem til með að halda áfram að nýta mér þessa þjónustu án efa eftir covid, eingöngu vegna þæginda hreinlega bara, að hafa þetta svona.“ Fylgstu með Netapóteki Lyfjavers á Lyfjaver.is, á facebook og á Instagram. Heilsa Lyf Vefverslun vikunnar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Þetta fer ótrúlega vel af stað. Við fáum gífurlega góð viðbrögð bæði af landbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu og fólk á öllum aldri nýtir sér þjónustuna. Það er meiriháttar gaman hjá okkur í vinnunni og mikið að gera,“ Segir Elín Kolbeins, lyfjatæknir í Netapóteki Lyfjavers en Lyfjaver opnaði útibú á netinu í október á síðasta ári. Netapótek Lyfjavers er Vefverslun vikunnar á Vísi. Með opnun Netapóteks kom Lyfjaver til móts við viðskiptavini og auðveldaði aðgengi að lyfseðlum og öðrum vörum. Með því að skrá sinn inn með rafrænum skilríkjum fær viðskiptavinur betri yfirsýn á eigin lyfseðla og sér nákvæmt lyfjaverð með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, ásamt afslætti Lyfjavers. Auðveldara er nú að gera verðsamanburð á lyfjum, lausasölulyfjum og öðrum vörum og skoða þau samheitalyf sem í boði eru. Einnig er hægt að skoða verðmun milli samheitalyfja og sjá þrepastöðu hjá Sjúkratryggingum Íslands. Umtalsverður sparnaður getur komið til ef ódýrasta samheitalyf er valið og getur kostnaður munað tugum prósenta, sérstaklega með greiðsluþátttaka sjúkratrygginga. Hagstætt og aðgengilegt að leysa út lyfseðla í Netapótekinu „Ég mæli eindregið með því að nýta sér þann kost að leysa út lyfseðlana sína í Netapótekinu,“ segir Elín. „Það er afar hagstætt og við bjóðum upp á fría heimsendingu ef leystir eru út tveir lyfseðlar í einu eða keypt fyrir 9.900 krónur eða meira. Það er auðvelt að bæta við vörum í pöntunina og bjóðum við kaupauka þegar keypt er fyrir 5.000 krónur eða meira." Viðskiptavinir geta þá valið milli nokkurra vara sem eru breytilegar, til dæmis vítamín, kælipokar og ýmislegt fleira. Öllum pöntunum sem berast frá landsbyggðinni reynum við að koma í póst samdægurs pantanir skili sér sem fyrst til viðskiptavina “ útskýrir Elín og bætir við að pöntunarkefið sé einfalt og aðgengilegt í notkun. Mjög hagstætt verð er á lausasölulyfjum sem og almennum vörum, nikótínlyf hafa ávallt verið á mjög lágu verði hjá Lyfjaveri. „Við erum einnig stöðugt að auka við vöruúrvalið hjá okkur og bjóðum reglulega upp á ýmis tilboð sem öll er hægt að nálgast á netinu. Netapótekið er eins og auka útibú, staðsett heima hjá viðskiptavinum,“ segir Elín. Í Netapótekinu er hægt að velja um heimsendingu samdægurs á höfuðborgarsvæðinu alla virka daga og nú líka á laugardögum með Lyfjaversskutlunni ef pantað er fyrir kl 13. Einnig er hægt að fá sent með Póstinum um land allt ásamt því að sækja pantanir í apótekið samdægurs og sleppa þannig við biðtímann í apótekinu. Þægindi að fá lyfin send heim að dyrum „Þetta byrjaði með látum í kringum Svartan föstudag og síðan þá hefur verið mjög mikið að gera,“ segir Þröstur Friðberg einn þriggja bílstjóra sem keyra út pantanir til viðskiptavina Lyfjavers. Hann segir viðskiptavini í skýjunum með þjónustuna og margir panti aftur og aftur. Það séu mikil þægindi að fá lyfin heim að dyrum, sérstaklega á tímum sem þessum. Þeir Guðjón Snær, Þröstur Friðberg og Markús Máni keyra út pantanir til viðskiptavina Netapóteks Lyfjavers.Vilhelm „Við finnum vel fyrir ánægju viðskiptavina. Við erum tveir í fullu starfi við að keyra út og sá þriðji kemur inn part úr viku. Til stendur að bæta enn við þjónustuna og keyra einnig út á laugardögum, ekki veitir af,“ segir hann og leggur áherslu á að passað sé vel upp á sóttvarnir. „Við förum víða og erum mjög meðvitaðir um það, erum með spritt í bílunum og hanska og pössum upp á fjarlægðina þegar við afhendum fólki vörurnar við dyrnar. Við keyrum út á öllu höfuðborgarsvæðinu og sjálfur er ég áhugasamur um að stækka svæðið sem við þjónustum. Það er eftirspurn eftir því. Viðskiptavinahópurinn hefur breyst mikið eftir opnun Netapóteksins, áður var aðallega eldra fólk að fá sent heim en nú nýtir fólk á öllum aldri sér þá þjónustu að fá lyfin og aðrar vörur keyrðar heim. Við keyrum frá 9 á morgnana til klukkan 18,“ segir Þröstur. Hvað segja viðskiptavinir? Þau Erlingur A Jennason og Sandra Björk Ragnarsdóttir nýta sér þjónustu Netapóteks Lyfjavers. Þau segja gott verð Lyfjavers skipta sköpum og þau þægindi að geta setið við tölvuna heima við kaupin. Erlingur A Jennason Erlingur A. Jennason „Ég hef verið viðskiptavinur Lyfjavers frá stofnun þess enda var innkoma Lyfjavers mikill ágóði fyrir kaupendur lyfja sem eru mjög dýr. Ég hef notað Netapótekið frá byrjun og hef látið senda mér lyfin heim að dyrum. Ég hafði ekki keypt lyf áður á netinu. Þjónustan hefur verið til fyrirmyndar og ég mun nýta mér hana áfram. Helstu kostirnir hvað mig varðar er að geta forðast smit á þessum tímum þar sem ég er 74 ára og í áhættuhópi með undirliggjandi sjúkdóma. Einnig að geta í rólegheitum skoðað verð á lyfjum og þá möguleika á því að velja ódýrari samheitalyf. Því til viðbótar hægt að skoða aðrar vörur og lyf sem ekki eru lyfseðilskyld og eru í boði í verslun.“ Sandra Björk Ragnarsdóttir „Ég ákvað að prófa þjónustuna eftir að ég sá hana auglýsta. Þjónustan er virkilega góð og stóð undir öllum væntingum . Ég bý aðeins fyrir utan höfuðborgarsvæðið og pantaði lyfin mín. Það er mjög auðvelt að sjá hvaða lyfseðla maður á og hvar maður er í greiðsluþátttöku þrepinu. Einnig pantaði ég lausasöluvörur. Allt var mjög vel pakkað og sent heim að dyrum daginn eftir. Ég hafði ekki áður pantað lyf á netinu þar sem sú þjónusta hefur ekki verið til staðar, sérstaklega ekki að senda utan höfuðborgarsvæðisins. Ég mun pottþétt nýta mér þessa þjónustu aftur , virkilega þægilegt að setjast bara fyrir framan tölvuna og gera þetta heima hjá sér, og fá sérstaklega svona fljótt sent heim. Það er mikill kostur eins og staðan er með covid að þurfa ekki að fara heldur geta bara verið heima hjá sér og fengið sínar nauðsynjar. Ég kem til með að halda áfram að nýta mér þessa þjónustu án efa eftir covid, eingöngu vegna þæginda hreinlega bara, að hafa þetta svona.“ Fylgstu með Netapóteki Lyfjavers á Lyfjaver.is, á facebook og á Instagram.
Heilsa Lyf Vefverslun vikunnar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira