Liverpool menn vilja vinna bikarinn sem þeir hafa ekki unnið undir stjórn Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 15:01 Georginio Wijnaldum með bikarinn sem Liverpool fékk fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/David Ramos Georginio Wijnaldum segir sig og félaga sína í Liverpool liðinu vera með augum á því að vinna ensku bikarkeppnina á þessu tímabili. Wijnaldum skoraði eitt marka Liverpool liðsins í 4-1 sigri á krakkaliði Aston Villa á föstudagskvöldið en með því tryggði Liverpool sér sæti í 32 liða úrslitum enska bikarsins. Liverpool hefur ekki unnið enska bikarinn síðan 2006 og í knattspyrnustjóratíð Jürgen Klopp hefur liðið aðeins einu sinni komist í átta liða úrslit og aldrei lengra en það. „Við sögðum það í byrjun tímabilsins að við ætluðum okkur að keppa um alla titla,“ sagði Georginio Wijnaldum í samtali við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað er það erfitt að spila alltaf með okkar sterkasta lið af því að þetta eru svo margir leikir og því er nauðsynlegt að dreifa álaginu,“ sagði Wijnaldum. Gini Wijnaldum is eager to add the FA Cup to his list of #LFC honours. We said at the beginning of the season that we wanted to play for everything. This [FA Cup] is a competition we want to win. We have won a lot but the FA Cup we haven t won - we want to do it. #awlfc [lfc] pic.twitter.com/XjfCW8CYxF— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 „Við gerðum vel á móti Aston Villa og vonandi tekst okkur líka vel upp í næstu umferð af því að þetta er keppni sem við viljum vinna. Við höfum unnið margra titla á síðustu árum en við höfum ekki unnið enska bikarinn. Við viljum breyta því,“ sagði Wijnaldum. Liverpool liðið var ekki búið að skora í tveimur leikjum í röð fyrir bikarleikinn á móti Aston Villa. „Svona hlutir gerast. Ég held samt að þetta hafi meira snúist um það að við sköpuðum ekki nógu mörg færi frekar en að við værum ekki að skora mörk. Allir, meðal annars við sjálfir, eru vanir að sjá okkur skora mikið af mörkum og búa til mikið af færum,“ sagði Wijnaldum. On to the next round of the #FACup Happy to contribute with a goal Wish all ill players of @AVFCOfficial get well soon pic.twitter.com/z8qyM0Cce0— Gini Wijnaldum (@GWijnaldum) January 8, 2021 „Fótboltinn er að breytast og liðin eru að breytast. Liðin eru að verða betri og þau eru búin að skoða okkur vel. Þau þekkja orðið okkar styrkleika og hafa sett upp ákveðið leikskipulag. Við verðum bara að passa upp á það að halda áfram að skapa færi,“ sagði Wijnaldum. „Við erum ekki að spila á móti lélegum liðum. Við erum að mæta góðum liðum sem hafa leikgreint okkur. Þetta er því orðið erfiðara fyrir okkur en á síðustu árum. Við verðum bara að finna leiðir til að breyta þessum leikjum til að opna hlutina fyrir okkur,“ sagði Georginio Wijnaldum. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Wijnaldum skoraði eitt marka Liverpool liðsins í 4-1 sigri á krakkaliði Aston Villa á föstudagskvöldið en með því tryggði Liverpool sér sæti í 32 liða úrslitum enska bikarsins. Liverpool hefur ekki unnið enska bikarinn síðan 2006 og í knattspyrnustjóratíð Jürgen Klopp hefur liðið aðeins einu sinni komist í átta liða úrslit og aldrei lengra en það. „Við sögðum það í byrjun tímabilsins að við ætluðum okkur að keppa um alla titla,“ sagði Georginio Wijnaldum í samtali við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað er það erfitt að spila alltaf með okkar sterkasta lið af því að þetta eru svo margir leikir og því er nauðsynlegt að dreifa álaginu,“ sagði Wijnaldum. Gini Wijnaldum is eager to add the FA Cup to his list of #LFC honours. We said at the beginning of the season that we wanted to play for everything. This [FA Cup] is a competition we want to win. We have won a lot but the FA Cup we haven t won - we want to do it. #awlfc [lfc] pic.twitter.com/XjfCW8CYxF— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 „Við gerðum vel á móti Aston Villa og vonandi tekst okkur líka vel upp í næstu umferð af því að þetta er keppni sem við viljum vinna. Við höfum unnið margra titla á síðustu árum en við höfum ekki unnið enska bikarinn. Við viljum breyta því,“ sagði Wijnaldum. Liverpool liðið var ekki búið að skora í tveimur leikjum í röð fyrir bikarleikinn á móti Aston Villa. „Svona hlutir gerast. Ég held samt að þetta hafi meira snúist um það að við sköpuðum ekki nógu mörg færi frekar en að við værum ekki að skora mörk. Allir, meðal annars við sjálfir, eru vanir að sjá okkur skora mikið af mörkum og búa til mikið af færum,“ sagði Wijnaldum. On to the next round of the #FACup Happy to contribute with a goal Wish all ill players of @AVFCOfficial get well soon pic.twitter.com/z8qyM0Cce0— Gini Wijnaldum (@GWijnaldum) January 8, 2021 „Fótboltinn er að breytast og liðin eru að breytast. Liðin eru að verða betri og þau eru búin að skoða okkur vel. Þau þekkja orðið okkar styrkleika og hafa sett upp ákveðið leikskipulag. Við verðum bara að passa upp á það að halda áfram að skapa færi,“ sagði Wijnaldum. „Við erum ekki að spila á móti lélegum liðum. Við erum að mæta góðum liðum sem hafa leikgreint okkur. Þetta er því orðið erfiðara fyrir okkur en á síðustu árum. Við verðum bara að finna leiðir til að breyta þessum leikjum til að opna hlutina fyrir okkur,“ sagði Georginio Wijnaldum.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira