Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 20:56 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41
Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26