Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 20:56 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41
Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26