Grænlendingar telja sig svikna: „Nú er þetta meira en hlægilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 11:30 Minik Dahl Höegh hefur spilað lengi í dönsku úrvalsdeildinni en fær ekki að spila á HM í Egyptalandi. Getty/Jan Christensen Grænlendingar furða sig á því að þeim skuli enn vera haldið utan HM í handbolta í Egyptalandi, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi þurft að hætta við þátttöku. Þar sem að ekki tókst að halda keppni til að ákveða hvaða lið færi fyrir hönd Norður-Ameríku á HM leitaði handknattleikssamband álfunnar til alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, og bað það um að tilnefna þátttökuþjóð. IHF valdi Bandaríkin í samræmi við reglugerð sína, á þeim forsendum meðal annars að Bandaríkin væru stórt og mikilvægt markaðssvæði og að Ólympíuleikarnir 2028 færu fram í Los Angeles. Þá hefðu Bandaríkin endað efst þeirra liða sem til greina komu á Ameríkuleikunum 2019. Grænlendingar höfðu ekki beint gaman af þessari ákvörðun, eftir að hafa endað fyrir ofan Bandaríkjamenn á Ameríkumótinu í handbolta á hverju einasta móti síðustu 20 ár. Þeim var enn síður skemmt eftir að IHF bauð Sviss á HM þegar Bandaríkin urðu að hætta við mótið vegna kórónuveirusmita. Eins langt frá anda íþróttanna og hugsast getur „Þetta var hlægilegt mál áður en núna er þetta meira en hlægilegt,“ sagði Minik Dahl Höegh, fyrirliði grænlenska landsliðsins, við DR. Ákvörðun IHF um að bjóða Sviss byggir þó á ákvörðun um varaþjóðir sem tekin var fyrir mótið. Varaþjóðirnar eru þjóðir þeirrar álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra, og voru næst því að komast inn á HM. Norður-Makedónía var þar efst á blaði, svo Sviss, og Holland undir stjórn Erlings Richardssonar er næst inn verði frekari forföll. „Þetta er eins langt frá því að vera í anda íþróttanna eins og hugsast getur. Það kemur mér á óvart að enginn hjá IHF skuli hafa kjark til að hringja í okkur og gefa okkur útskýringar,“ sagði Höegh. HM 2021 í handbolta Grænland Tengdar fréttir Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Þar sem að ekki tókst að halda keppni til að ákveða hvaða lið færi fyrir hönd Norður-Ameríku á HM leitaði handknattleikssamband álfunnar til alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, og bað það um að tilnefna þátttökuþjóð. IHF valdi Bandaríkin í samræmi við reglugerð sína, á þeim forsendum meðal annars að Bandaríkin væru stórt og mikilvægt markaðssvæði og að Ólympíuleikarnir 2028 færu fram í Los Angeles. Þá hefðu Bandaríkin endað efst þeirra liða sem til greina komu á Ameríkuleikunum 2019. Grænlendingar höfðu ekki beint gaman af þessari ákvörðun, eftir að hafa endað fyrir ofan Bandaríkjamenn á Ameríkumótinu í handbolta á hverju einasta móti síðustu 20 ár. Þeim var enn síður skemmt eftir að IHF bauð Sviss á HM þegar Bandaríkin urðu að hætta við mótið vegna kórónuveirusmita. Eins langt frá anda íþróttanna og hugsast getur „Þetta var hlægilegt mál áður en núna er þetta meira en hlægilegt,“ sagði Minik Dahl Höegh, fyrirliði grænlenska landsliðsins, við DR. Ákvörðun IHF um að bjóða Sviss byggir þó á ákvörðun um varaþjóðir sem tekin var fyrir mótið. Varaþjóðirnar eru þjóðir þeirrar álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra, og voru næst því að komast inn á HM. Norður-Makedónía var þar efst á blaði, svo Sviss, og Holland undir stjórn Erlings Richardssonar er næst inn verði frekari forföll. „Þetta er eins langt frá því að vera í anda íþróttanna eins og hugsast getur. Það kemur mér á óvart að enginn hjá IHF skuli hafa kjark til að hringja í okkur og gefa okkur útskýringar,“ sagði Höegh.
HM 2021 í handbolta Grænland Tengdar fréttir Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00
Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti