Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2021 11:35 Sigurgeir Sigmundsson var gagnrýninn á viðbrögð ráðherra við tillögum sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu, Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu,
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Sjá meira