Sex verkefni tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2021 11:55 Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 20. janúar næstkomandi. Rannís Alls hafa sex verkefni verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands sem afhent verða við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 20. janúar næstkomandi. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2020. Stjórn sjóðsins hefur valið sex öndvegisverkefni en aðeins eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna. Forseti Íslands afhendir verðlaunin. Í tilkynningu á vef Rannís kemur fram að verkefnin sex eigi það sameiginlegt að vera vel unnin og frumleg en séu afar ólík innbyrðis og sýni vel þá fjölbreytni sem einkenni verkefni sem sjóðurinn veitir styrki til. Verkefnin sem tilnefnd eru til verðlaunanna eru: Aukið aðgengi að hugrænni atferlismeðferð (HAM): Hugmynd að borðspili. Verkefnið snýr að því að hanna og framleiða fræðsluspil um geðheilsu sem byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar. Verkefnið var unnið af Elvu Björg Elvarsdóttur, Elvu Lísu Sveinsdóttur, Hildi Lovísu Hlynsdóttur, Söru Margréti Jóhannesdóttur og Kristínu Rós Sigurðardóttur, nemum í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. Markmið verkefnisins var að hanna og þróa frumgerð að hugbúnaði til þess að aðstoða skjólstæðinga meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Verkefnið var unnið af Ara Kvaran, Sunnevu Sól Ívarsdóttur og Þórdísi Rögn Jónsdóttur, nemum í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nema í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Heilaörvun með nýtingu vefþjóns. Í verkefni þessu var útbúin vefþjónusta sem að gerir notendum kleift að umbreyta venjulegu hljóðefni á þann hátt að það örvi ákveðnar heilabylgjur sem getur haft jákvæð áhrif á einstaklinga með Alzheimers. Verkefnið var unnið af þeim Bjarka Frey Sveinbjarnarsyni og Hafþóri Hákonarsyni nemendum við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hreinsun skólps með himnum á Íslandi. Meginmarkmið verkefnisins var að athuga hvort að hægt væri að nýta himnutækni hér á landi fyrir skólphreinsun. Verkefnið var unnið af Ihtisham UI Haq Shami og Sif Guðjónsdóttur, nemum í umhverfisverkfræði við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Óróasjáin “Tremv” - Ný forritseining fyrir jarðskjálftakerfið SeisComP. Jarðskjálftagögn eru burðarbiti í náttúruváreftirliti um allan heim, m.a. til að fylgjast með óróa í aðdraganda eldgosa. Í þessu verkefni var hannaður nýr sjálfbær hugbúnaður, Tremv, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum sem birtir óróagögn samtímis frá öllum jarðskjálftastöðvum mælanetsins og er bæði í opnu aðgengi og óháður úrvinnslukerfi. Verkefnið var unnið af Bethany Vanderhoof, meistaranema í jarðskjálftafræði við Háskóla Íslands og Þórði Ágústi Karlssyni, nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands Sálfræðileg einkenni íslenskra knattspyrnuiðkenda: Kynning og fræðsla. Í verkefninu var unnið að því hvernig Knattspyrnusamband Íslands getur stuðlað að sálfræðilegri þjálfun ungra knattspyrnuiðkenda með markvissum, sálfræðilegum mælingum og hagnýtingu þeirra niðurstaðna. Verkefnið var unnið af Grími Gunnarssyni, MSc nema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996 og eru því nú veitt í tuttugasta og sjötta sinn. Í stjórn sjóðsins 2020-2023 sitja; Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar, Berglind Rán Ólafsdóttir, tilnefnd af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins, Skúli Þór Helgason, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og David Erik Mollberg, tilnefndur af Landssamtökum íslenskra stúdenta. Nánar má lesa um verkefnin á vef Rannís. Nýsköpun Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2020. Stjórn sjóðsins hefur valið sex öndvegisverkefni en aðeins eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna. Forseti Íslands afhendir verðlaunin. Í tilkynningu á vef Rannís kemur fram að verkefnin sex eigi það sameiginlegt að vera vel unnin og frumleg en séu afar ólík innbyrðis og sýni vel þá fjölbreytni sem einkenni verkefni sem sjóðurinn veitir styrki til. Verkefnin sem tilnefnd eru til verðlaunanna eru: Aukið aðgengi að hugrænni atferlismeðferð (HAM): Hugmynd að borðspili. Verkefnið snýr að því að hanna og framleiða fræðsluspil um geðheilsu sem byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar. Verkefnið var unnið af Elvu Björg Elvarsdóttur, Elvu Lísu Sveinsdóttur, Hildi Lovísu Hlynsdóttur, Söru Margréti Jóhannesdóttur og Kristínu Rós Sigurðardóttur, nemum í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. Markmið verkefnisins var að hanna og þróa frumgerð að hugbúnaði til þess að aðstoða skjólstæðinga meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Verkefnið var unnið af Ara Kvaran, Sunnevu Sól Ívarsdóttur og Þórdísi Rögn Jónsdóttur, nemum í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nema í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Heilaörvun með nýtingu vefþjóns. Í verkefni þessu var útbúin vefþjónusta sem að gerir notendum kleift að umbreyta venjulegu hljóðefni á þann hátt að það örvi ákveðnar heilabylgjur sem getur haft jákvæð áhrif á einstaklinga með Alzheimers. Verkefnið var unnið af þeim Bjarka Frey Sveinbjarnarsyni og Hafþóri Hákonarsyni nemendum við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hreinsun skólps með himnum á Íslandi. Meginmarkmið verkefnisins var að athuga hvort að hægt væri að nýta himnutækni hér á landi fyrir skólphreinsun. Verkefnið var unnið af Ihtisham UI Haq Shami og Sif Guðjónsdóttur, nemum í umhverfisverkfræði við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Óróasjáin “Tremv” - Ný forritseining fyrir jarðskjálftakerfið SeisComP. Jarðskjálftagögn eru burðarbiti í náttúruváreftirliti um allan heim, m.a. til að fylgjast með óróa í aðdraganda eldgosa. Í þessu verkefni var hannaður nýr sjálfbær hugbúnaður, Tremv, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum sem birtir óróagögn samtímis frá öllum jarðskjálftastöðvum mælanetsins og er bæði í opnu aðgengi og óháður úrvinnslukerfi. Verkefnið var unnið af Bethany Vanderhoof, meistaranema í jarðskjálftafræði við Háskóla Íslands og Þórði Ágústi Karlssyni, nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands Sálfræðileg einkenni íslenskra knattspyrnuiðkenda: Kynning og fræðsla. Í verkefninu var unnið að því hvernig Knattspyrnusamband Íslands getur stuðlað að sálfræðilegri þjálfun ungra knattspyrnuiðkenda með markvissum, sálfræðilegum mælingum og hagnýtingu þeirra niðurstaðna. Verkefnið var unnið af Grími Gunnarssyni, MSc nema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996 og eru því nú veitt í tuttugasta og sjötta sinn. Í stjórn sjóðsins 2020-2023 sitja; Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar, Berglind Rán Ólafsdóttir, tilnefnd af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins, Skúli Þór Helgason, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og David Erik Mollberg, tilnefndur af Landssamtökum íslenskra stúdenta. Nánar má lesa um verkefnin á vef Rannís.
Nýsköpun Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira