Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 90-96 | Stórskotalið Vals sótti tvö stig í Breiðholtið Andri Már Eggertsson skrifar 14. janúar 2021 22:00 Valur - Stjarnan Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í Hertz hellinum áttust við ÍR og Valur í hörkuleik alveg fram að síðustu mínútu leiksins. Valur byrjaði leikinn betur en ÍR, fyrsta karfa Vals í opnum leik kom þó ekki fyrr en eftir þriggja mínútna leik þar sem Kristófer Acox gerði laglegt sniðskot. Valur voru síðan með yfir höndina í fyrsta leikhluta og komu sér í góða stöðu með 9 - 2 kafla sem neyddi Borche í leikhlé. ÍR spilaði síðan talsvert betur í öðrum leikhluta sóknarlega gerðu þeir 11 stigum meira en í fyrsta leikhluta og var það Everage Lee Richardson sem var allt í öllu sóknarlega og skilaði 15 stigum í fyrri hálfleik. Annar leikhluti ÍR inga var frábær þeir voru góðir sóknarlega og var innkoma Evan Christopher Singletary sterk og vann ÍR annan leikhluta með sjö stigum og minnkuðu leikinn niður í eitt stig í hálfleik. ÍR hélt áfram þar sem frá var horfið og spiluðu góðan varnarleik sem gerði Val erfitt fyrir og fengu þeir í kjölfarið auðveld hraðahlaup sem skilaði auðveldum körfum. Seinasti fjórðungur var æsispennandi og skiptust liðin á að skora en undir lok leiks kom reynsla Vals í ljós þar sem þeir sýndu klærnar og þéttu vörnina sem neyddi ÍR í vond skot og enduðu stigin tvö á Hlíðarenda. Af hverju vann Valur? Reynsla Vals kom í ljós undir lok leiks þar sem þeir neyddu ÍR í erfið skot og fóru sjálfir einfaldari leiðir sóknarlega sem skilaði auðveldum körfum. ÍR var fjórum stigum yfir þegar síðasti fjórðungur hófst en Valur vann þann kafla með tíu stigum. Hverjir stóðu upp úr? Nýjasti leikmaður Vals Miguel Cardoso spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var frábær það býr greinilega mikil sigurvilji í honum þar sem hann skoraði sjö stig í röð undir lok leiks þegar leikurinn var sem jafnastur og endaði hann með 22 stig, 4 fráköst og 7 stoðsendingar. Everage Lee Richardson kani ÍR átti stórleik og var það hann sem reif ÍR liðið áfram þegar á reyndi. Hann endaði með 27 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Þó Valur vann leikinn vilja þeir eflaust spila betur en þeir gerðu, fráköstin reyndust þeim erfið og voru þeir að fá á sig 15 sóknarfráköst sem skilaði ÍR oftar en ekki stigum. Í jöfnum leik var leitað til hins 34 ára Danero Thomas sem tók tvo skelfilega þrista sem voru mjög þvingaðir og mikið eftir af skotklukku ÍR, þarna snérist taflið við og Valur gerði út um leikinn. Hvað gerist næst? Það var vitað mál að Dominos deildin verður þétt spiluð þegar hún myndi fara aftur á stað í janúar. Á sunnudag fer ÍR til Egilsstaði og spilar þar við nýliða Hattar. Stórleikur næstu umferðar verður á mánudaginn þar sem Reykjavíkur félögin Valur og KR mætast í Origo höllinni. Öll augu munu beinast að þeim leikmönnum og þjálfara sem hafa áður leikið með KR og eru nú mættir í Val, leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 20:15 Borche Ilievski: Það er ekki gaman að hefja nýja árið á tapi „ Það er ekki gaman að hefja nýja árið á tapi en svona er þetta. Ég get ekki verið mjög ósáttur því við spiluðum vel í kvöld á löngum köflum en reynslan í Vals liðinu vann leikinn. Ég var ánægður með Everage hann kom til landsins fyrir stuttu og á liðið eftir að vera enn betra þegar líða tekur á mótið,” sagði Borche þokkalega brattur eftir leik kvöldsins. Borche var kátur með baráttuna í hans liði og karakterinn sem þeir sýndu þegar liðið lenti nokkrum stigum undir og snéru því við sér í hag sem sýnir að þeir geta verið hættulegir þegar á reynir. „ Ég er ekki ánægður með að Danero hafi klikkað á mikilvægum tímapunkti undir lok leiksins, Danero er þannig spilari að vanalega er hann að skora úr þessum skotum en í kvöld gekk þetta ekki,” sagði Borche um frammistöðu Danero í lokinn. Miguel Cardoso átti góðan leik í Valsliðinu og tók Borche leikhlé í fjórða leikhluta þegar Miguel var kominn með sjö stig í röð. „ Ég skoðaði þennan leikmann fyrir leik, þetta er reynslu mikill spilari sem gerir alla í kringum sig betri en 22 stig frá honum er of mikið fyrir minn smekk.” Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég hef farið í mörg stríð með þessum strákum í mínu liði Valur vann góðan útisigur á ÍR í Seljaskóla. Leikurinn var jafn og spennandi en undir lok leiksins kom reynsla og gæði Valsmanna í ljós sem lokuðu leiknum undir lokin. 14. janúar 2021 22:35
Í Hertz hellinum áttust við ÍR og Valur í hörkuleik alveg fram að síðustu mínútu leiksins. Valur byrjaði leikinn betur en ÍR, fyrsta karfa Vals í opnum leik kom þó ekki fyrr en eftir þriggja mínútna leik þar sem Kristófer Acox gerði laglegt sniðskot. Valur voru síðan með yfir höndina í fyrsta leikhluta og komu sér í góða stöðu með 9 - 2 kafla sem neyddi Borche í leikhlé. ÍR spilaði síðan talsvert betur í öðrum leikhluta sóknarlega gerðu þeir 11 stigum meira en í fyrsta leikhluta og var það Everage Lee Richardson sem var allt í öllu sóknarlega og skilaði 15 stigum í fyrri hálfleik. Annar leikhluti ÍR inga var frábær þeir voru góðir sóknarlega og var innkoma Evan Christopher Singletary sterk og vann ÍR annan leikhluta með sjö stigum og minnkuðu leikinn niður í eitt stig í hálfleik. ÍR hélt áfram þar sem frá var horfið og spiluðu góðan varnarleik sem gerði Val erfitt fyrir og fengu þeir í kjölfarið auðveld hraðahlaup sem skilaði auðveldum körfum. Seinasti fjórðungur var æsispennandi og skiptust liðin á að skora en undir lok leiks kom reynsla Vals í ljós þar sem þeir sýndu klærnar og þéttu vörnina sem neyddi ÍR í vond skot og enduðu stigin tvö á Hlíðarenda. Af hverju vann Valur? Reynsla Vals kom í ljós undir lok leiks þar sem þeir neyddu ÍR í erfið skot og fóru sjálfir einfaldari leiðir sóknarlega sem skilaði auðveldum körfum. ÍR var fjórum stigum yfir þegar síðasti fjórðungur hófst en Valur vann þann kafla með tíu stigum. Hverjir stóðu upp úr? Nýjasti leikmaður Vals Miguel Cardoso spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var frábær það býr greinilega mikil sigurvilji í honum þar sem hann skoraði sjö stig í röð undir lok leiks þegar leikurinn var sem jafnastur og endaði hann með 22 stig, 4 fráköst og 7 stoðsendingar. Everage Lee Richardson kani ÍR átti stórleik og var það hann sem reif ÍR liðið áfram þegar á reyndi. Hann endaði með 27 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Þó Valur vann leikinn vilja þeir eflaust spila betur en þeir gerðu, fráköstin reyndust þeim erfið og voru þeir að fá á sig 15 sóknarfráköst sem skilaði ÍR oftar en ekki stigum. Í jöfnum leik var leitað til hins 34 ára Danero Thomas sem tók tvo skelfilega þrista sem voru mjög þvingaðir og mikið eftir af skotklukku ÍR, þarna snérist taflið við og Valur gerði út um leikinn. Hvað gerist næst? Það var vitað mál að Dominos deildin verður þétt spiluð þegar hún myndi fara aftur á stað í janúar. Á sunnudag fer ÍR til Egilsstaði og spilar þar við nýliða Hattar. Stórleikur næstu umferðar verður á mánudaginn þar sem Reykjavíkur félögin Valur og KR mætast í Origo höllinni. Öll augu munu beinast að þeim leikmönnum og þjálfara sem hafa áður leikið með KR og eru nú mættir í Val, leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 20:15 Borche Ilievski: Það er ekki gaman að hefja nýja árið á tapi „ Það er ekki gaman að hefja nýja árið á tapi en svona er þetta. Ég get ekki verið mjög ósáttur því við spiluðum vel í kvöld á löngum köflum en reynslan í Vals liðinu vann leikinn. Ég var ánægður með Everage hann kom til landsins fyrir stuttu og á liðið eftir að vera enn betra þegar líða tekur á mótið,” sagði Borche þokkalega brattur eftir leik kvöldsins. Borche var kátur með baráttuna í hans liði og karakterinn sem þeir sýndu þegar liðið lenti nokkrum stigum undir og snéru því við sér í hag sem sýnir að þeir geta verið hættulegir þegar á reynir. „ Ég er ekki ánægður með að Danero hafi klikkað á mikilvægum tímapunkti undir lok leiksins, Danero er þannig spilari að vanalega er hann að skora úr þessum skotum en í kvöld gekk þetta ekki,” sagði Borche um frammistöðu Danero í lokinn. Miguel Cardoso átti góðan leik í Valsliðinu og tók Borche leikhlé í fjórða leikhluta þegar Miguel var kominn með sjö stig í röð. „ Ég skoðaði þennan leikmann fyrir leik, þetta er reynslu mikill spilari sem gerir alla í kringum sig betri en 22 stig frá honum er of mikið fyrir minn smekk.” Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég hef farið í mörg stríð með þessum strákum í mínu liði Valur vann góðan útisigur á ÍR í Seljaskóla. Leikurinn var jafn og spennandi en undir lok leiksins kom reynsla og gæði Valsmanna í ljós sem lokuðu leiknum undir lokin. 14. janúar 2021 22:35
Finnur Freyr: Ég hef farið í mörg stríð með þessum strákum í mínu liði Valur vann góðan útisigur á ÍR í Seljaskóla. Leikurinn var jafn og spennandi en undir lok leiksins kom reynsla og gæði Valsmanna í ljós sem lokuðu leiknum undir lokin. 14. janúar 2021 22:35
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti