„Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2021 12:17 Margrét Tryggvadóttir rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. STÖÐ2 Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét. Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira
Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét.
Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51
„Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51
Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56