Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 14:08 Stuðningsmenn Navalní mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina þar sem úrskurðurinn var kveðinn upp. AP/Pavel Golovkin Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í gær. Hann var fluttur til Þýskalands í fyrra eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Navalní segist saklaus af þessumásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Sameinuðu þjóðirnar og ráðamenn í Evrópu og Norður-Ameríku hafa fordæmt handtöku Navalní og krafist þess að honum verði sleppt. Rússar hafa gefið lítið fyrir þau áköll. Litháen, Lettland, og Eistland hafa farið fram á að utanríkisráðherra Evrópusambandsins komi saman í dag og ræði frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. ESB hefur þegar beitt þvingunum gegn nokkrum háttsettum embættismönnum í Rússlandi. Sjá einnig: ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hélt því fram í morgun að áköllum vesturveldanna vegna fangelsunar Navalní væri ætlað að draga athyglina frá vandræðum þessara ríkja. Í myndbandi sem birt var á Youtube í kjölfar úrskurðarins eru stuðningsmenn Navalní hvattir til þess að mótmæla niðurstöðunni og meðferðinni sem hann hefur fengið. Til stendur að skipuleggja stærri mótmæli víðsvegar um Rússland um næstu helgi, samkvæmt frétt Moscow Times. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í gær. Hann var fluttur til Þýskalands í fyrra eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Navalní segist saklaus af þessumásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Sameinuðu þjóðirnar og ráðamenn í Evrópu og Norður-Ameríku hafa fordæmt handtöku Navalní og krafist þess að honum verði sleppt. Rússar hafa gefið lítið fyrir þau áköll. Litháen, Lettland, og Eistland hafa farið fram á að utanríkisráðherra Evrópusambandsins komi saman í dag og ræði frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. ESB hefur þegar beitt þvingunum gegn nokkrum háttsettum embættismönnum í Rússlandi. Sjá einnig: ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hélt því fram í morgun að áköllum vesturveldanna vegna fangelsunar Navalní væri ætlað að draga athyglina frá vandræðum þessara ríkja. Í myndbandi sem birt var á Youtube í kjölfar úrskurðarins eru stuðningsmenn Navalní hvattir til þess að mótmæla niðurstöðunni og meðferðinni sem hann hefur fengið. Til stendur að skipuleggja stærri mótmæli víðsvegar um Rússland um næstu helgi, samkvæmt frétt Moscow Times.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39
Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41