Kveður FCK sem stuðningsmaður og vill eitt ævintýri í viðbót Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 17:02 Ragnar Sigurðsson er mættur í búning Rukh Lviv. mynd/fcrukh.com „Ég vil gjarnan fá að upplifa eitt ævintýri í viðbót,“ segir Ragnar Sigurðsson í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna FC Köbenhavn en Ragnar hefur lengi verið í miklum metum hjá stuðningsmönnunum. Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki. Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki.
Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27