Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:32 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira