Ætlar að kyssa kallinn sinn strax eftir bólusetningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2021 07:01 Til stendur að hefja bólusetningu 70 ára og eldri sem búa heima hjá sér í næstu viku. Sóttvarnalæknir og landlæknir sendu heilbrigðisstarfsfólki ráðleggingar í gær um hvernig bólusetja eigi eldri og hrumari einstaklinga við Covid-19. Þar kemur fram að vega og meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að unnið sé að því í þessari viku að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum í annað sinn. Einnig séu nú að hefjast bólusetning á sambýlum, dagdvölum og hjá þeim sem fá heimahjúkrun. „Vonandi náum við í næstu viku að byrja á frískum eldri borgurum. Þá byrjum við á þeim elstu sem búa í eigin búsetu,“ segir Sigríður. Talað um lítið annað en bólusetningu Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfi í Dalbrautarþorpinu, segir að bólusetning sé þar mál málanna þessa daganna. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa sem eru allir yfir 70 ára aldri en allir þeirra voru jákvæðir gagnvart bólusetningu. Þeirra á meðal er Ingunn Erla Stefánsdóttir, 96 ára íbúi, sem segist hlakka mikið til þess að fá bólusetningu. Finnst þér fólk vera jákvætt fyrir því að fara í bólusetningu? „Já, þau sem ég hef talað við finnst mér bara bíða eftir því. Þá höldum við að við verðum frjálsari og fáum að fara meira en við höfum gert.“ Frans Pétursson, 90 ára íbúi ætlar sömuleiðis svo sannarlega að þiggja bólusetningu. „Ég bíð eftir henni bara, að fá að borða hérna öllsömul saman og eiga smá stund saman. Það er það eina sem breytist held ég,“ segir Frans og bætir við að það verði ánægjulegt að geta hitt aðra. „Það er bara það sem lífið snýst um, það er ekkert annað en það.“ Faðmlög og kossar efstir á forgangslista Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir, 72 ára íbúi segist vita vel hvert hennar fyrsta verk verður að lokinni bólusetningu. „Kyssa manninn minn. Hann er hérna á Skjóli með Alzheimers og það er sárt. Ég fór með hann að ganga á sunnudaginn og það var æðislegt, hann var svo ánægður. Hann hefur verið innilokaður svo lengi. Hann er búinn að fá fyrri sprautuna og á eftir að fá þá seinni.“ „Þetta er orðinn langur tími og erfiður, hann hefur verið það. Ég hef aldrei kynnst svona löguðu fyrr,“ bætir Dagbjört við. Örn Erlendsson, 82 ára formaður húsfélagsins í Dalbrautarþorpinu, þarf ekki heldur að hugsa sig tvisvar um aðspurður um það hvort hann ætli að láta bólusetja við Covid-19. „Já, ég er nú hræddur um það og er alveg ákveðinn,“ og bætir við að honum leiðist að geta ekki faðmað börnin sín. Að lokinni bólusetningu séu tveir hlutir efst á forgangslistanum: Faðmlög og mikilvægt viðhald í Dalbrautarþorpinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að unnið sé að því í þessari viku að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum í annað sinn. Einnig séu nú að hefjast bólusetning á sambýlum, dagdvölum og hjá þeim sem fá heimahjúkrun. „Vonandi náum við í næstu viku að byrja á frískum eldri borgurum. Þá byrjum við á þeim elstu sem búa í eigin búsetu,“ segir Sigríður. Talað um lítið annað en bólusetningu Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfi í Dalbrautarþorpinu, segir að bólusetning sé þar mál málanna þessa daganna. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa sem eru allir yfir 70 ára aldri en allir þeirra voru jákvæðir gagnvart bólusetningu. Þeirra á meðal er Ingunn Erla Stefánsdóttir, 96 ára íbúi, sem segist hlakka mikið til þess að fá bólusetningu. Finnst þér fólk vera jákvætt fyrir því að fara í bólusetningu? „Já, þau sem ég hef talað við finnst mér bara bíða eftir því. Þá höldum við að við verðum frjálsari og fáum að fara meira en við höfum gert.“ Frans Pétursson, 90 ára íbúi ætlar sömuleiðis svo sannarlega að þiggja bólusetningu. „Ég bíð eftir henni bara, að fá að borða hérna öllsömul saman og eiga smá stund saman. Það er það eina sem breytist held ég,“ segir Frans og bætir við að það verði ánægjulegt að geta hitt aðra. „Það er bara það sem lífið snýst um, það er ekkert annað en það.“ Faðmlög og kossar efstir á forgangslista Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir, 72 ára íbúi segist vita vel hvert hennar fyrsta verk verður að lokinni bólusetningu. „Kyssa manninn minn. Hann er hérna á Skjóli með Alzheimers og það er sárt. Ég fór með hann að ganga á sunnudaginn og það var æðislegt, hann var svo ánægður. Hann hefur verið innilokaður svo lengi. Hann er búinn að fá fyrri sprautuna og á eftir að fá þá seinni.“ „Þetta er orðinn langur tími og erfiður, hann hefur verið það. Ég hef aldrei kynnst svona löguðu fyrr,“ bætir Dagbjört við. Örn Erlendsson, 82 ára formaður húsfélagsins í Dalbrautarþorpinu, þarf ekki heldur að hugsa sig tvisvar um aðspurður um það hvort hann ætli að láta bólusetja við Covid-19. „Já, ég er nú hræddur um það og er alveg ákveðinn,“ og bætir við að honum leiðist að geta ekki faðmað börnin sín. Að lokinni bólusetningu séu tveir hlutir efst á forgangslistanum: Faðmlög og mikilvægt viðhald í Dalbrautarþorpinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30