Fyrsta konan til að dæma í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 15:30 Sarah Thomas er að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni. Getty/Wesley Hitt Super Bowl leikurinn í ár er þegar orðinn sögulegur þrátt fyrir að við vitum ekki enn hvaða lið muni mætast á Raymond James leikvanginum í Tampa í febrúar. NFL-deildin gaf út sögulega tilkynningu í gær þegar hún staðfesti hverjir munu dæma Super Bowl leikinn sem fer fram á Flórída 2. febrúar næstkomandi. Einn af þessum dómurum verður Sarah Thomas en hún er um leið fyrsta konan í sögunni til að dæma í Super Bowl. Aðaldómari leiksins verður Carl Cheffers en Sarah er í hópi þeirra sem munu aðstoða hann við dómgæsluna. Sarah Thomas will become the first woman ever to officiate a Super Bowl.Another barrier broken. @brgridiron pic.twitter.com/WVUuv8Qzrq— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 Troy Vincent hjá NFL deildinni talaði um að Sarah Thomas muni enn á ný skrifa sögu NFL-deildarinnar. Sarah Thomas er 47 ára gömul en fyrir fimm árum varð hún fyrsta konan til að dæma leik í NFL-deildinni. Hún hafði áður skrifað söguna í háskólafótboltanum sem og með að dæma enn af úrslitaleikjum hans. Þetta er því hennar sjötta tímabil í NFL-deildinni og hún endar það með að taka þetta stóra og sögulega skref. Áður en Sarah Thomas fékk tækifærið í NFL-deildinni og braut þennan kynjamúr dómara þá hafði hún verið að dæma í æfingabúðum hjá bæði New Orleans Saints og Indianapolis Colts. Hún dæmdi líka leik Saints og Oakland Raiders á undirbúningstímabilinu 2013. Sarah fékk upphaflega áhuga á dómgæslunni þegar hún fór með eldri bróður sínum á dómararáðstefnu árið 1996. Sarah Thomas already made history when she was named the first permanent female NFL official in 2015, and became the first female to officiate an NFL playoff game in 2019. Now, she's been selected to be part of the officiating crew for Super Bowl LV. https://t.co/cxEHhJKEy8— CNN (@CNN) January 19, 2021 Carl Cheffers hefur dæmt í NFL-deildinni í 21 tímabil en þetta verður hans annar Super Bowl leikur sem aðaldómari. Cheffers dæmdi líka leikinn þegar New England Patriots vann 34-28 sigur á Atlanta Falcons árið 2017. Þar fagnaði Tom Brady sigri og hann gæti líka mætt í Super Bowl í ár. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru eitt af fjórum liðum sem eru eftir í keppninni. Um næstu helgi fara fram úrslitin í deildunum þar sem Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers á meðan að meistararnir í Kansas City Chiefs taka á móti Buffalo Bills. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
NFL-deildin gaf út sögulega tilkynningu í gær þegar hún staðfesti hverjir munu dæma Super Bowl leikinn sem fer fram á Flórída 2. febrúar næstkomandi. Einn af þessum dómurum verður Sarah Thomas en hún er um leið fyrsta konan í sögunni til að dæma í Super Bowl. Aðaldómari leiksins verður Carl Cheffers en Sarah er í hópi þeirra sem munu aðstoða hann við dómgæsluna. Sarah Thomas will become the first woman ever to officiate a Super Bowl.Another barrier broken. @brgridiron pic.twitter.com/WVUuv8Qzrq— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 Troy Vincent hjá NFL deildinni talaði um að Sarah Thomas muni enn á ný skrifa sögu NFL-deildarinnar. Sarah Thomas er 47 ára gömul en fyrir fimm árum varð hún fyrsta konan til að dæma leik í NFL-deildinni. Hún hafði áður skrifað söguna í háskólafótboltanum sem og með að dæma enn af úrslitaleikjum hans. Þetta er því hennar sjötta tímabil í NFL-deildinni og hún endar það með að taka þetta stóra og sögulega skref. Áður en Sarah Thomas fékk tækifærið í NFL-deildinni og braut þennan kynjamúr dómara þá hafði hún verið að dæma í æfingabúðum hjá bæði New Orleans Saints og Indianapolis Colts. Hún dæmdi líka leik Saints og Oakland Raiders á undirbúningstímabilinu 2013. Sarah fékk upphaflega áhuga á dómgæslunni þegar hún fór með eldri bróður sínum á dómararáðstefnu árið 1996. Sarah Thomas already made history when she was named the first permanent female NFL official in 2015, and became the first female to officiate an NFL playoff game in 2019. Now, she's been selected to be part of the officiating crew for Super Bowl LV. https://t.co/cxEHhJKEy8— CNN (@CNN) January 19, 2021 Carl Cheffers hefur dæmt í NFL-deildinni í 21 tímabil en þetta verður hans annar Super Bowl leikur sem aðaldómari. Cheffers dæmdi líka leikinn þegar New England Patriots vann 34-28 sigur á Atlanta Falcons árið 2017. Þar fagnaði Tom Brady sigri og hann gæti líka mætt í Super Bowl í ár. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru eitt af fjórum liðum sem eru eftir í keppninni. Um næstu helgi fara fram úrslitin í deildunum þar sem Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers á meðan að meistararnir í Kansas City Chiefs taka á móti Buffalo Bills. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira