Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum á síðasta ári. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn hafa orðið fyrir þessu og hugsanlega Pírata.

„Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis.
Umræddar höfuðstöðvar eru í Síðumúla 23.
„Það var ekki geðslegt að koma að þessu svona í morgun,“ segir Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Hún sagði að fundað hefði verið á skrifstofunni til kl. 20 í gærkvöldi og fyrsti starfsmaður mætt kl. 9 í morgun.
Að sögn Jóhanns Karls er von á tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins.