Meistararnir ríða á vaðið um mikla bikarhelgi Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2021 10:00 Arsenal er handhafi bikarmeistaratitilsins og freistar þess að komast áfram í 16-liða úrslit í hádeginu. Getty/Adam Davy Þó að risaleikur Manchester United og Liverpool á morgun standi upp úr er fullt af öðrum athyglisverðum leikjum í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta nú um helgina. Bikarveislan hefst á úrvalsdeildarslag þegar Southampton tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum Arsenal sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma fyrir áramót. Leikið er til þrautar í öllum bikarleikjum í vetur, í stað þess að jafntefli þýði að liðin mætist öðru sinni, og því má búast við framlengingum og vítaspyrnukeppnum. Í húfi er sæti í 16-liða úrslitum. Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4) Lið úr fjórum deildum eru enn með í keppninni, þar á meðal D-deildarlið Cheltenham sem tekur í dag á móti heitasta liði Englands þessa dagana, Manchester City. Heimavöllur Cheltenham lætur ekki mikið yfir sér, tekur aðeins rúmlega 7.000 manns í sæti, en þar sem að áhorfendabann þá skiptir það svo sem minna máli. Fjögur Íslendingalið enn með Hitt D-deildarliðið í keppninni er Crawley Town, sem sló út Leeds með eftirminnilegum hætti í síðustu umferð, en Crawley sækir Bournemouth heim á þriðjudagskvöld. Frank Lampard er farinn að agnúast opinberlega út í fjölmiðlamenn fyrir neikvæða umfjöllun og má ekki við því að Chelsea misstígi sig gegn Luton á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega á ferðinni með Everton og Burnley. Everton tekur á móti Sheffield Wednesday annað kvöld en Burnley sækir Fulham heim í úrvalsdeildarslag kl. 14.30 á morgun. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta öðru liði úr næstefstu dield, Bristol City, í dag kl. 15. Blackpool, lið Daníels Leós Grétarssonar, sem leikur í C-deild sækir úrvalsdeildarlið Brighton heim á sama tíma. Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Bikarveislan hefst á úrvalsdeildarslag þegar Southampton tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum Arsenal sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma fyrir áramót. Leikið er til þrautar í öllum bikarleikjum í vetur, í stað þess að jafntefli þýði að liðin mætist öðru sinni, og því má búast við framlengingum og vítaspyrnukeppnum. Í húfi er sæti í 16-liða úrslitum. Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4) Lið úr fjórum deildum eru enn með í keppninni, þar á meðal D-deildarlið Cheltenham sem tekur í dag á móti heitasta liði Englands þessa dagana, Manchester City. Heimavöllur Cheltenham lætur ekki mikið yfir sér, tekur aðeins rúmlega 7.000 manns í sæti, en þar sem að áhorfendabann þá skiptir það svo sem minna máli. Fjögur Íslendingalið enn með Hitt D-deildarliðið í keppninni er Crawley Town, sem sló út Leeds með eftirminnilegum hætti í síðustu umferð, en Crawley sækir Bournemouth heim á þriðjudagskvöld. Frank Lampard er farinn að agnúast opinberlega út í fjölmiðlamenn fyrir neikvæða umfjöllun og má ekki við því að Chelsea misstígi sig gegn Luton á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega á ferðinni með Everton og Burnley. Everton tekur á móti Sheffield Wednesday annað kvöld en Burnley sækir Fulham heim í úrvalsdeildarslag kl. 14.30 á morgun. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta öðru liði úr næstefstu dield, Bristol City, í dag kl. 15. Blackpool, lið Daníels Leós Grétarssonar, sem leikur í C-deild sækir úrvalsdeildarlið Brighton heim á sama tíma.
Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4)
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira