„Mér finnst framtíðin ótrúlega björt“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2021 19:19 Guðmundur Guðmundsson kallar skilaboð til sinna manna gegn Noregi í dag. Getty/Slavko Midzor „Þetta er einstakur hópur og ég vona að það skili sér heim í stofu hvers konar ofboðsleg barátta og ósérhlífni er hér í gangi.“ Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við RÚV eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi. Ísland veitti Noregi hörkukeppni allan leikinn en varð að játa sig sigrað að lokum, 35-33, gegn liðinu sem leikið hefur til úrslita á tveimur síðustu heimsmeistaramótum. Ísland er þar með úr leik á HM, eftir tveggja marka töp gegn Noregi, Frakklandi, Sviss og Portúgal. „Þetta réðist bara á nokkrum atriðum – kannski eins og áður. Við erum að misnota of góð færi. Þetta er búið að vera svona í öllum þessum jöfnu leikjum,“ sagði Guðmundur við RÚV. Hann var sérstaklega ánægður með frammistöðu Íslands í dag í ljósi þess hve meiðslalistinn var orðinn langur, en Elvar Örn Jónsson og Viggó Kristjánsson féllu út frá leiknum við Frakka á föstudaginn: Þurfum að læra að vera með forystu „Við erum hér án margra lykilleikmanna. Leikandi get ég nefnt fjóra, og í þessum leik sjö lykilmenn sem ekki stóðu til boða. Þess vegna voru þessi úrslit bara stórkostleg. Það sem við þurfum að gera í framhaldinu er að byggja ofan á þetta. Öðlast meiri reynslu og meiri líkamlegan styrk. Það þarf til að halda á móti svona lurkum. Svo þurfum við að læra að vera með forystu, eins og gegn Sviss og Frökkum. Að vera með jafna stöðu en geta fylgt því eftir og landað sigri. Mér finnst framtíðin ótrúlega björt og það er margt mjög jákvætt hérna. Ég var að enda við að tala við leikmennina mína og hrósaði þeim gríðarlega fyrir þessa frammistöðu. Þetta var stórkostleg frammistaða í dag, með mjög lítinn hóp,“ sagði Guðmundur við RÚV í Hassan Moustafa höllinni í Egyptalandi. Guðmundur Guðmundsson tilfinningasamur á hliðarlínunni í dag.EPA/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur hefur nú stýrt Íslandi á þremur stórmótum eftir að hafa tekið við liðinu á nýjan leik og útskýrði af hverju hann telur framtíðina bjarta, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki endað í hópi 16 efstu liða á HM að þessu sinni: „Liðið er virkilega ungt“ „Mig langar að skýra þetta út, hvernig „conceptið“ er. Ég fór með þetta lið á fyrsta stórmótið 2019. Núna er 2021. Sumir þessara leikmanna hafa þar með einungis spilað að hámarki 20 leiki á stórmóti. Margir segja að maður þurfi 50 leiki, til þess að vera kominn á þann stað að geta staðist öllum liðum snúning. Við erum með miðjublokk [leikmenn sem spila í miðri vörninni] sem við höfum byggt upp undanfarin ár, þar sem meðalaldurinn er 23 ár ef við teljum Elvar með. Hún er að skila stórkostlegu verki. Við erum með miðjumenn, og ef við værum með Hauk Þrastarson, Janus Daða og Gísla, þá væri meðalaldurinn þar 22 ár. Þegar ég segi að við séum með ungt lið þá er það vegna þess að við erum hægt og sígandi að færa okkur í þessa átt. Hægri skytturnar í dag voru 24 ára. Liðið er virkilega ungt,“ sagði Guðmundur. Mikilvægt að þetta unga lið öðlist virðingu dómara „Það sem við höfum gert til að brúa bilið eins vel og hægt er, er að fá reynslubolta með. Til að styðja við bakið á þeim, til að peppa þá upp og standa með þeim. Það gekk mjög vel í fyrra í Svíþjóð og hefur verið gríðarlega mikilvægt. Ég er þakklátur þeim [elstu og reyndustu leikmönnunum] fyrir að taka þátt í þessu. Til að ná alla leið þá þarf maður að spila fleiri landsleiki á hæsta stigi, við bestu liðin á stórmótum. Við erum alltaf að taka fleiri og fleiri skref. Með ungt lið er líka mikilvægt að öðlast virðingu hjá dómurunum. Mér fannst það sérstaklega áberandi á móti Frökkum, að það vantaði. Vafaatriði falla oft „stærra“ liðinu í vil, án þess að ég sé þannig lagað að kvarta neitt yfir dómurunum. Þannig er þetta bara í þessum heimi,“ sagði Guðmundur, ánægður með breytingarnar á íslenska liðinu frá því í tapinu gegn Noregi á EM í fyrra: „Ég sagði við menn fyrir ári síðan að við yrðum að styrkja okkur. Við yrðum að vera betri til að geta haldið á móti þessum mjög svo vel þjálfuðu leikmönnum sem keyra á okkur. Það gekk að hluta til vel en við eigum enn eftir að bæta við styrk og reynslu. Þetta er þrotlaus vinna og langtímavinna. Vörnin hjá mér er búin að vera í þróun í rúm tvö ár og við uppskerum eftir því í mörgum leikjum. Það tók mig þrjú ár að byggja upp sams konar vörn þegar ég gerði Dani að Ólympíumeisturum. Svona er ferlið,“ sagði Guðmundur við RÚV. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Sjá meira
Ísland veitti Noregi hörkukeppni allan leikinn en varð að játa sig sigrað að lokum, 35-33, gegn liðinu sem leikið hefur til úrslita á tveimur síðustu heimsmeistaramótum. Ísland er þar með úr leik á HM, eftir tveggja marka töp gegn Noregi, Frakklandi, Sviss og Portúgal. „Þetta réðist bara á nokkrum atriðum – kannski eins og áður. Við erum að misnota of góð færi. Þetta er búið að vera svona í öllum þessum jöfnu leikjum,“ sagði Guðmundur við RÚV. Hann var sérstaklega ánægður með frammistöðu Íslands í dag í ljósi þess hve meiðslalistinn var orðinn langur, en Elvar Örn Jónsson og Viggó Kristjánsson féllu út frá leiknum við Frakka á föstudaginn: Þurfum að læra að vera með forystu „Við erum hér án margra lykilleikmanna. Leikandi get ég nefnt fjóra, og í þessum leik sjö lykilmenn sem ekki stóðu til boða. Þess vegna voru þessi úrslit bara stórkostleg. Það sem við þurfum að gera í framhaldinu er að byggja ofan á þetta. Öðlast meiri reynslu og meiri líkamlegan styrk. Það þarf til að halda á móti svona lurkum. Svo þurfum við að læra að vera með forystu, eins og gegn Sviss og Frökkum. Að vera með jafna stöðu en geta fylgt því eftir og landað sigri. Mér finnst framtíðin ótrúlega björt og það er margt mjög jákvætt hérna. Ég var að enda við að tala við leikmennina mína og hrósaði þeim gríðarlega fyrir þessa frammistöðu. Þetta var stórkostleg frammistaða í dag, með mjög lítinn hóp,“ sagði Guðmundur við RÚV í Hassan Moustafa höllinni í Egyptalandi. Guðmundur Guðmundsson tilfinningasamur á hliðarlínunni í dag.EPA/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur hefur nú stýrt Íslandi á þremur stórmótum eftir að hafa tekið við liðinu á nýjan leik og útskýrði af hverju hann telur framtíðina bjarta, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki endað í hópi 16 efstu liða á HM að þessu sinni: „Liðið er virkilega ungt“ „Mig langar að skýra þetta út, hvernig „conceptið“ er. Ég fór með þetta lið á fyrsta stórmótið 2019. Núna er 2021. Sumir þessara leikmanna hafa þar með einungis spilað að hámarki 20 leiki á stórmóti. Margir segja að maður þurfi 50 leiki, til þess að vera kominn á þann stað að geta staðist öllum liðum snúning. Við erum með miðjublokk [leikmenn sem spila í miðri vörninni] sem við höfum byggt upp undanfarin ár, þar sem meðalaldurinn er 23 ár ef við teljum Elvar með. Hún er að skila stórkostlegu verki. Við erum með miðjumenn, og ef við værum með Hauk Þrastarson, Janus Daða og Gísla, þá væri meðalaldurinn þar 22 ár. Þegar ég segi að við séum með ungt lið þá er það vegna þess að við erum hægt og sígandi að færa okkur í þessa átt. Hægri skytturnar í dag voru 24 ára. Liðið er virkilega ungt,“ sagði Guðmundur. Mikilvægt að þetta unga lið öðlist virðingu dómara „Það sem við höfum gert til að brúa bilið eins vel og hægt er, er að fá reynslubolta með. Til að styðja við bakið á þeim, til að peppa þá upp og standa með þeim. Það gekk mjög vel í fyrra í Svíþjóð og hefur verið gríðarlega mikilvægt. Ég er þakklátur þeim [elstu og reyndustu leikmönnunum] fyrir að taka þátt í þessu. Til að ná alla leið þá þarf maður að spila fleiri landsleiki á hæsta stigi, við bestu liðin á stórmótum. Við erum alltaf að taka fleiri og fleiri skref. Með ungt lið er líka mikilvægt að öðlast virðingu hjá dómurunum. Mér fannst það sérstaklega áberandi á móti Frökkum, að það vantaði. Vafaatriði falla oft „stærra“ liðinu í vil, án þess að ég sé þannig lagað að kvarta neitt yfir dómurunum. Þannig er þetta bara í þessum heimi,“ sagði Guðmundur, ánægður með breytingarnar á íslenska liðinu frá því í tapinu gegn Noregi á EM í fyrra: „Ég sagði við menn fyrir ári síðan að við yrðum að styrkja okkur. Við yrðum að vera betri til að geta haldið á móti þessum mjög svo vel þjálfuðu leikmönnum sem keyra á okkur. Það gekk að hluta til vel en við eigum enn eftir að bæta við styrk og reynslu. Þetta er þrotlaus vinna og langtímavinna. Vörnin hjá mér er búin að vera í þróun í rúm tvö ár og við uppskerum eftir því í mörgum leikjum. Það tók mig þrjú ár að byggja upp sams konar vörn þegar ég gerði Dani að Ólympíumeisturum. Svona er ferlið,“ sagði Guðmundur við RÚV.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Sjá meira
Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37
Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50