Solskjær ánægður með að Man Utd hafi loks unnið á eigin forsendum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 21:15 Solskjær ræðir við Paul Pogba að loknum 3-2 sigri. Jürgen Klopp gengur niðurlútur á undan þeim. Laurence Griffiths/Getty Images Ole Gunnar Solskjær var hæstánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Liverpool í FA-bikarnum í dag. Norðmaðurinn sagði í viðtali eftir leik að Manchester United hefði loks unnið stórleik á eigin forsendum, með jákvæðu liðsvali þar sem liðið var aðallega að pæla í að núlla út ógn mótherjans. „Frábært að vinna Englandsmeistara síðasta árs, þeir eru með frábært lið og við höfum náð góðum úrslitum undanfarin tvö ár með því að spila mismunandi kerfi. Í dag spiluðum við vel og unnum leikinn á okkar forsendum,“ sagði Norðmaðurinn í viðtali eftir leik. Ætla má að Solskjær sé að tala um að heimamenn spiluðu 4-3-3 í dag eins og þeir gera í flestum leikjum. Í undanförum leikjum liðsins gegn Liverpool hefur Ole Gunnar breytt um uppstillingu til að reyna stöðva öflugt lið Liverpool. „Við fundum leið sem við og leikmennirnir trúum á og erum að verða sterkari og sterkari. Hugarfar okkar til að koma til baka eftir að við höfum lent 1-0 undir, við höfum sýnt það aftur og aftur á leiktíðinni. Líkamlega erum við sterkari og getum spilað af meiri ákafa en áður,“ bætti hann við. „Ef við horfum á muninn á liðinu frá því fyrir hálfu ári eða ári þá erum við miklu betri. Við höfum lagfært einn hlut í einu og nú erum við vinnandi mun fleiri jafna leiki. Hugarfarið og sjálfstraust liðsins er mjög gott. „Fyrir okkur er góð tilfinning að spila á okkar forsendum. Við höfum náð góðum úrslitum undanfarin ár með því að spila tígulmiðju eða 3-5-2 þar sem við stefnum að því að núlla út gæði mótherjanna. Í dag unnum við með því jákvæðu liðsvali og með því að spila fótboltann sem við viljum spila. Við sendum sjálfum okkur yfirlýsingu með þessum sigri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. 24. janúar 2021 19:00 Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. 24. janúar 2021 20:00 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
Norðmaðurinn sagði í viðtali eftir leik að Manchester United hefði loks unnið stórleik á eigin forsendum, með jákvæðu liðsvali þar sem liðið var aðallega að pæla í að núlla út ógn mótherjans. „Frábært að vinna Englandsmeistara síðasta árs, þeir eru með frábært lið og við höfum náð góðum úrslitum undanfarin tvö ár með því að spila mismunandi kerfi. Í dag spiluðum við vel og unnum leikinn á okkar forsendum,“ sagði Norðmaðurinn í viðtali eftir leik. Ætla má að Solskjær sé að tala um að heimamenn spiluðu 4-3-3 í dag eins og þeir gera í flestum leikjum. Í undanförum leikjum liðsins gegn Liverpool hefur Ole Gunnar breytt um uppstillingu til að reyna stöðva öflugt lið Liverpool. „Við fundum leið sem við og leikmennirnir trúum á og erum að verða sterkari og sterkari. Hugarfar okkar til að koma til baka eftir að við höfum lent 1-0 undir, við höfum sýnt það aftur og aftur á leiktíðinni. Líkamlega erum við sterkari og getum spilað af meiri ákafa en áður,“ bætti hann við. „Ef við horfum á muninn á liðinu frá því fyrir hálfu ári eða ári þá erum við miklu betri. Við höfum lagfært einn hlut í einu og nú erum við vinnandi mun fleiri jafna leiki. Hugarfarið og sjálfstraust liðsins er mjög gott. „Fyrir okkur er góð tilfinning að spila á okkar forsendum. Við höfum náð góðum úrslitum undanfarin ár með því að spila tígulmiðju eða 3-5-2 þar sem við stefnum að því að núlla út gæði mótherjanna. Í dag unnum við með því jákvæðu liðsvali og með því að spila fótboltann sem við viljum spila. Við sendum sjálfum okkur yfirlýsingu með þessum sigri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. 24. janúar 2021 19:00 Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. 24. janúar 2021 20:00 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. 24. janúar 2021 19:00
Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. 24. janúar 2021 20:00