Solskjær ánægður með að Man Utd hafi loks unnið á eigin forsendum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 21:15 Solskjær ræðir við Paul Pogba að loknum 3-2 sigri. Jürgen Klopp gengur niðurlútur á undan þeim. Laurence Griffiths/Getty Images Ole Gunnar Solskjær var hæstánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Liverpool í FA-bikarnum í dag. Norðmaðurinn sagði í viðtali eftir leik að Manchester United hefði loks unnið stórleik á eigin forsendum, með jákvæðu liðsvali þar sem liðið var aðallega að pæla í að núlla út ógn mótherjans. „Frábært að vinna Englandsmeistara síðasta árs, þeir eru með frábært lið og við höfum náð góðum úrslitum undanfarin tvö ár með því að spila mismunandi kerfi. Í dag spiluðum við vel og unnum leikinn á okkar forsendum,“ sagði Norðmaðurinn í viðtali eftir leik. Ætla má að Solskjær sé að tala um að heimamenn spiluðu 4-3-3 í dag eins og þeir gera í flestum leikjum. Í undanförum leikjum liðsins gegn Liverpool hefur Ole Gunnar breytt um uppstillingu til að reyna stöðva öflugt lið Liverpool. „Við fundum leið sem við og leikmennirnir trúum á og erum að verða sterkari og sterkari. Hugarfar okkar til að koma til baka eftir að við höfum lent 1-0 undir, við höfum sýnt það aftur og aftur á leiktíðinni. Líkamlega erum við sterkari og getum spilað af meiri ákafa en áður,“ bætti hann við. „Ef við horfum á muninn á liðinu frá því fyrir hálfu ári eða ári þá erum við miklu betri. Við höfum lagfært einn hlut í einu og nú erum við vinnandi mun fleiri jafna leiki. Hugarfarið og sjálfstraust liðsins er mjög gott. „Fyrir okkur er góð tilfinning að spila á okkar forsendum. Við höfum náð góðum úrslitum undanfarin ár með því að spila tígulmiðju eða 3-5-2 þar sem við stefnum að því að núlla út gæði mótherjanna. Í dag unnum við með því jákvæðu liðsvali og með því að spila fótboltann sem við viljum spila. Við sendum sjálfum okkur yfirlýsingu með þessum sigri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. 24. janúar 2021 19:00 Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. 24. janúar 2021 20:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Norðmaðurinn sagði í viðtali eftir leik að Manchester United hefði loks unnið stórleik á eigin forsendum, með jákvæðu liðsvali þar sem liðið var aðallega að pæla í að núlla út ógn mótherjans. „Frábært að vinna Englandsmeistara síðasta árs, þeir eru með frábært lið og við höfum náð góðum úrslitum undanfarin tvö ár með því að spila mismunandi kerfi. Í dag spiluðum við vel og unnum leikinn á okkar forsendum,“ sagði Norðmaðurinn í viðtali eftir leik. Ætla má að Solskjær sé að tala um að heimamenn spiluðu 4-3-3 í dag eins og þeir gera í flestum leikjum. Í undanförum leikjum liðsins gegn Liverpool hefur Ole Gunnar breytt um uppstillingu til að reyna stöðva öflugt lið Liverpool. „Við fundum leið sem við og leikmennirnir trúum á og erum að verða sterkari og sterkari. Hugarfar okkar til að koma til baka eftir að við höfum lent 1-0 undir, við höfum sýnt það aftur og aftur á leiktíðinni. Líkamlega erum við sterkari og getum spilað af meiri ákafa en áður,“ bætti hann við. „Ef við horfum á muninn á liðinu frá því fyrir hálfu ári eða ári þá erum við miklu betri. Við höfum lagfært einn hlut í einu og nú erum við vinnandi mun fleiri jafna leiki. Hugarfarið og sjálfstraust liðsins er mjög gott. „Fyrir okkur er góð tilfinning að spila á okkar forsendum. Við höfum náð góðum úrslitum undanfarin ár með því að spila tígulmiðju eða 3-5-2 þar sem við stefnum að því að núlla út gæði mótherjanna. Í dag unnum við með því jákvæðu liðsvali og með því að spila fótboltann sem við viljum spila. Við sendum sjálfum okkur yfirlýsingu með þessum sigri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. 24. janúar 2021 19:00 Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. 24. janúar 2021 20:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. 24. janúar 2021 19:00
Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. 24. janúar 2021 20:00