„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 06:55 Óttast er að altjón hafi orðið í húsinu sem var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. Útkallið barst klukkan 06:40 og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn auk þriggja sjúkrabíla. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að neðan má sjá myndskeið sem Sigurjón Ólason, tökumaður Stöðvar 2, tók á vettvangi. „Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri. Húsið var í rauninni alelda þegar við komum,“ sagði Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan átta í morgun. Reykkafari sést hér jafna sig eftir að hafa farið inn í húsið í morgun.Vísir/Vilhelm Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang heldur var sá eini sem hafð verið inni kominn út. Grunur er um að hann hafi fengið reykeitrun og var honum sinnt af sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang. Árni Ómar sagði eldinn hafa verið mjög mikinn þegar slökkvilið kom á vettvang. „Það logaði út um alla glugga. Þetta var mjög mikið.“ Enn logaði í þaki hússins klukkutíma eftir að útkallið barst.Vísir/Sigurjón Hann sagði slökkvilið nú búið að slökkva allan eld en vinnu á vettvangi er þó ekki lokið. Rífa þurfi að innan og komast upp á þakið en það sé nokkuð bratt og því erfitt að vinna á því. Árni Ómar sagðist búast við því að enn væru nokkrir klukkutímar eftir við vinnu á staðnum hjá slökkviliðinu. Altjón virðist hafa orðið á húsinu í brunanum.Vísir/Sigurjón Ekki er vitað hvar í húsinu eldurinn kom upp. Lögreglan beinir því til íbúa í hverfinu að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyksins sem liggur frá húsinu. Enn eru nokkrir klukkutímar eftir í vinnu hjá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá segir á vef Strætó að búið sé að loka Jafnaseli vegna brunans. Leiðir 3 og 4 geta því ekki ekið Jaðarselið og fara þær því um Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel til að komast inn á leið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var við vettvang í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 08:11. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Útkallið barst klukkan 06:40 og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn auk þriggja sjúkrabíla. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að neðan má sjá myndskeið sem Sigurjón Ólason, tökumaður Stöðvar 2, tók á vettvangi. „Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri. Húsið var í rauninni alelda þegar við komum,“ sagði Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan átta í morgun. Reykkafari sést hér jafna sig eftir að hafa farið inn í húsið í morgun.Vísir/Vilhelm Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang heldur var sá eini sem hafð verið inni kominn út. Grunur er um að hann hafi fengið reykeitrun og var honum sinnt af sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang. Árni Ómar sagði eldinn hafa verið mjög mikinn þegar slökkvilið kom á vettvang. „Það logaði út um alla glugga. Þetta var mjög mikið.“ Enn logaði í þaki hússins klukkutíma eftir að útkallið barst.Vísir/Sigurjón Hann sagði slökkvilið nú búið að slökkva allan eld en vinnu á vettvangi er þó ekki lokið. Rífa þurfi að innan og komast upp á þakið en það sé nokkuð bratt og því erfitt að vinna á því. Árni Ómar sagðist búast við því að enn væru nokkrir klukkutímar eftir við vinnu á staðnum hjá slökkviliðinu. Altjón virðist hafa orðið á húsinu í brunanum.Vísir/Sigurjón Ekki er vitað hvar í húsinu eldurinn kom upp. Lögreglan beinir því til íbúa í hverfinu að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyksins sem liggur frá húsinu. Enn eru nokkrir klukkutímar eftir í vinnu hjá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá segir á vef Strætó að búið sé að loka Jafnaseli vegna brunans. Leiðir 3 og 4 geta því ekki ekið Jaðarselið og fara þær því um Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel til að komast inn á leið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var við vettvang í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 08:11.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira