Sjáðu þegar Steinunn blindaðist við þungt högg á auga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 12:16 Steinunn Björnsdóttir er gríðarlega mikilvæg fyrir Framliðið enda ein allra besti leikmaður Olís deildar kvenna. Vísir/Bára Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir fór strax upp á sjúkrahús eftir að hafa fengið þungt högg í upphafi leiks Fram um helgina. Hér má sjá atvikið. Kvennalið Fram verður án fyrirliða síns Steinunnar Björnsdóttur á næstunni eftir að hún meiddist á höfði í leik Fram og FH í Olís deild kvenna um helgina. Steinunn Björnsdóttir náði bara að spila nokkrar mínútur í leik Fram um helgina því hún fékk þungt högg á augað þegar skothönd FH-ingsins lenti á höfði hennar. Steinunn lá lengi í gólfinu og þurfti síðan aðstoð við að komast á varamannabekkinn. Hún fór síðan beint á sjúkrahús. Í viðtali við vefsíðuna handbolti.is þá segir Steinunn frá því að hún hafi blindasr við höggið og að hún hafi ekki enn endurheimt nema brot af sjóninni á auganu sem er mjög illa útlítandi. „Þetta er frekar alvarlegt. Ég fékk skothendi í augað og sá ekkert með því í gær en er betri í dag. Núna er eins og ég sé að horfa í gegnum plastfilmu. Mér líður best með að hafa augað lokað,“ sagði Steinunn við handbolta.is ennfremur en hún hitti augnlækni í gær og á annan tíma hjá honum í dag. Steinunn Björnsdóttir er einn allra besti leikmaður deildarinnar og lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Framliðinu. Liðið kláraði leikinn án hennar en þarf á henni að halda gegn sterkari mótherjum en FH. Steinunn vonast til að hafa sloppið við heilahristing en hún segir þessi meiðsli hafa verið hrein óheppni. „Ég er bjartsýn á að fá sjónina til baka en ég þarf að taka því mjög rólega næstu daga,“ sagði Steinunn sem staðfestir að hún verði ekki með Framliðinu í næstu leikjum. Fjallað verður um umferð helgarinnar í Olís deild kvenna í Seinni bylgjunni í dag en þátturinn hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 Sport. Þar munu Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar örugglega fara yfir hvað þessi meiðsli þýða fyrir Framliðið. Hér fyrir neðan má sjá þegar Steinunn fær þetta högg í leik Fram og FH á laugardaginn en þar má einnig sjá þegar hún þreifar sig áfram á varamannabekkinn. Klippa: Steinunn Björnsdóttir meiðist Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Kvennalið Fram verður án fyrirliða síns Steinunnar Björnsdóttur á næstunni eftir að hún meiddist á höfði í leik Fram og FH í Olís deild kvenna um helgina. Steinunn Björnsdóttir náði bara að spila nokkrar mínútur í leik Fram um helgina því hún fékk þungt högg á augað þegar skothönd FH-ingsins lenti á höfði hennar. Steinunn lá lengi í gólfinu og þurfti síðan aðstoð við að komast á varamannabekkinn. Hún fór síðan beint á sjúkrahús. Í viðtali við vefsíðuna handbolti.is þá segir Steinunn frá því að hún hafi blindasr við höggið og að hún hafi ekki enn endurheimt nema brot af sjóninni á auganu sem er mjög illa útlítandi. „Þetta er frekar alvarlegt. Ég fékk skothendi í augað og sá ekkert með því í gær en er betri í dag. Núna er eins og ég sé að horfa í gegnum plastfilmu. Mér líður best með að hafa augað lokað,“ sagði Steinunn við handbolta.is ennfremur en hún hitti augnlækni í gær og á annan tíma hjá honum í dag. Steinunn Björnsdóttir er einn allra besti leikmaður deildarinnar og lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Framliðinu. Liðið kláraði leikinn án hennar en þarf á henni að halda gegn sterkari mótherjum en FH. Steinunn vonast til að hafa sloppið við heilahristing en hún segir þessi meiðsli hafa verið hrein óheppni. „Ég er bjartsýn á að fá sjónina til baka en ég þarf að taka því mjög rólega næstu daga,“ sagði Steinunn sem staðfestir að hún verði ekki með Framliðinu í næstu leikjum. Fjallað verður um umferð helgarinnar í Olís deild kvenna í Seinni bylgjunni í dag en þátturinn hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 Sport. Þar munu Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar örugglega fara yfir hvað þessi meiðsli þýða fyrir Framliðið. Hér fyrir neðan má sjá þegar Steinunn fær þetta högg í leik Fram og FH á laugardaginn en þar má einnig sjá þegar hún þreifar sig áfram á varamannabekkinn. Klippa: Steinunn Björnsdóttir meiðist Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira