Loks vann Leeds og West Ham komið í Meistaradeildarsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2021 20:00 Jack Harrison tryggði Leeds sigurinn með frábæru marki. Lindsey Parnaby/Getty Images Tveimur af fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni er lokið í kvöld. Leeds United vann loks leik er liðið lagði Newcastle United 2-1 á útivelli. West Ham United vann 3-2 útisigur á Crystal Palace. Leikur Newcastle og Leeds var óhemju fjörugur, svona ef miðað er við að Newcastle var að spila. Raphina kom gestunum í Leeds yfir eftir sendingu Rodrigo á 17. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og lærisveinar Marcelo Bielsa því 1-0 yfir í hálfleik. Miguel Almiron jafnaði metin á 57. mínútu er hann slapp í gegnum vörn gestanna eftir sendingu Callum Wilson. Það tók gestina hins vegar aðeins fjórar mínútur að komast aftur yfir. Þar var að verki Jack Harrison með snyrtilegu skoti úr þröngu færi sem fór í stöng og inn. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Hvorugt lið hafði átt góðu gengi að fagna undanfarið og sigurinn því einkar mikilvægur fyrir Leeds. Að sama skapi er Newcastle að sogast hægt og bítandi niður í fallbaráttuna. FT: Newcastle 1 -2 Leeds Newcastle managed four more shots against Leeds (22) than they mustered in their previous three Premier League matches combined (18) More threat, same result...#NEWLEE pic.twitter.com/PtCukpgnDK— WhoScored.com (@WhoScored) January 26, 2021 Í Lundúnum mættust Crystal Palace og West Ham United. Wilfried Zaha kom heimamönnum yfir eftir sendingu Christian Benteke strax í upphafi leiks. Tékkneski miðjumaðurinn Tomas Soucek jafnaði metin á níundu mínútu eftir sendingu Michail Antonio. Soucek kom svo West Ham yfir sum miðbik fyrri hálfleiks og staðan 2-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Craig Dawson dúkkaði svo óvænt upp með mark á 65. mínútu, sem betur fer fyrir West Ham því Michy Batshuayi minnkaði muninn fyrir Palace á 97. mínútu. 6 - West Ham have won their first six competitive games in a single calendar year for the first time in their history. Resolution. pic.twitter.com/ol8vbVaOgh— OptaJoe (@OptaJoe) January 26, 2021 Staðan orðin 3-2 en þar við sat og West Ham því komið upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig eftir 20 leiki. Leeds er í 12. sæti með 26 stig og Crystal Palace því 13. með 23 stig. Newcastle er svo í 16. sæti með 19 stig. Enski boltinn Fótbolti
Tveimur af fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni er lokið í kvöld. Leeds United vann loks leik er liðið lagði Newcastle United 2-1 á útivelli. West Ham United vann 3-2 útisigur á Crystal Palace. Leikur Newcastle og Leeds var óhemju fjörugur, svona ef miðað er við að Newcastle var að spila. Raphina kom gestunum í Leeds yfir eftir sendingu Rodrigo á 17. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og lærisveinar Marcelo Bielsa því 1-0 yfir í hálfleik. Miguel Almiron jafnaði metin á 57. mínútu er hann slapp í gegnum vörn gestanna eftir sendingu Callum Wilson. Það tók gestina hins vegar aðeins fjórar mínútur að komast aftur yfir. Þar var að verki Jack Harrison með snyrtilegu skoti úr þröngu færi sem fór í stöng og inn. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Hvorugt lið hafði átt góðu gengi að fagna undanfarið og sigurinn því einkar mikilvægur fyrir Leeds. Að sama skapi er Newcastle að sogast hægt og bítandi niður í fallbaráttuna. FT: Newcastle 1 -2 Leeds Newcastle managed four more shots against Leeds (22) than they mustered in their previous three Premier League matches combined (18) More threat, same result...#NEWLEE pic.twitter.com/PtCukpgnDK— WhoScored.com (@WhoScored) January 26, 2021 Í Lundúnum mættust Crystal Palace og West Ham United. Wilfried Zaha kom heimamönnum yfir eftir sendingu Christian Benteke strax í upphafi leiks. Tékkneski miðjumaðurinn Tomas Soucek jafnaði metin á níundu mínútu eftir sendingu Michail Antonio. Soucek kom svo West Ham yfir sum miðbik fyrri hálfleiks og staðan 2-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Craig Dawson dúkkaði svo óvænt upp með mark á 65. mínútu, sem betur fer fyrir West Ham því Michy Batshuayi minnkaði muninn fyrir Palace á 97. mínútu. 6 - West Ham have won their first six competitive games in a single calendar year for the first time in their history. Resolution. pic.twitter.com/ol8vbVaOgh— OptaJoe (@OptaJoe) January 26, 2021 Staðan orðin 3-2 en þar við sat og West Ham því komið upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig eftir 20 leiki. Leeds er í 12. sæti með 26 stig og Crystal Palace því 13. með 23 stig. Newcastle er svo í 16. sæti með 19 stig.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti